Ég vil nú ekkert vera að fara djúpt í þessi fræði.
Það er samt að mínu mati engan vegin hægt að setja einhvern á stall fyrir ofan aðra af því að hann sinnir fleiri hlutverkum í myndunum, eða eins og Tarantino hefur verið þekktur fyrir, vilja helst ekki deila þökkum, fá credit og fá það einn. Hann leikur gjarnan líka í myndunum sínum, en það gerir hann ekki að betri leikstjóra.
Yfirleitt er leikstjórinn talinn eiga þá mynd sem hann leikstýrir og ég skrifa ekki alveg undir einhverja svona fléttu til að mikla einhvern ákveðin leikstjóra.
Smá leiðrétting þó, þegar þú talar um að skrifa handrit, þá held ég að þú hljótir að hafa verið að meira að sagan væri frumsamið skáldverk frá upphafi til enda, því Oliver Stone skrifaði og samdi handritin að Alexander, Any Given Sunday, Nixon, Natural Born Killers, JFK, The Doors, Born on the Fourth of July og Platoon, þótt sumar séu byggðar á sönnum atburðum eða bókum.
Sögurnar í myndum Tarantinos eru reyndar ekki nein bókmenntaverk, frekar einfaldar sögur í grunninn sem hann síðan gerir mjög vel í að færa yfir í skemmtilar myndir. Seint telst hann einn af betri handritshöfundum bransans, styrkur hans liggur annars staðar.
Að lokum, með að allir geri það sama nema QT sem gerir allt nýtt, þá er einkennismerki hans hvað hann tileinkar sér mikið stíla annarra og fær lánað úr eldri myndum, frönsku nýbylgjunni sérstaklega en líka frá austurlenskum leikstjórum.
Hann er heldur ekkert að fela það, samræðustíllinn sem Tarantino er þekktur fyrir er ekki bara líkur því sem frönsku nýbylgjuhöfundarnir Godard og Truffaut voru þekktir fyrir, heldur oft á tíðum alveg eins. Til að mynda er Pulp Fiction svo lík
Tirez sur le pianiste í samræðum, atburðarás og meira að segja eru mörg skjáskot alveg eins, að ætla mætti að um endurgerð væri að ræða (reyndar ekki alveg, en alveg á mörkunum).
Ekki er minna sem er líkt með Kill Bill myndunum og
Shurayukihime þ.a. við skulum alveg halda okkur í nærbuxunum hvað varðar meininguna á bak við “búa til frá scrap”, en ef þig langar að bera saman þessar 2 myndir, bættu þá við
Mariée était en noir eftir François Truffaut og þá getum við talað um hver samdi hversu mikið og hver er að gera nýja hluti.
Mér finnst leiðinlegt að hljóma eins og ég sé á móti Quentin Tarantino, því ég er það ekki. Ég er hins vegar alveg búinn að fá nóg af Hypinu sem er í kring um manninn. Hann er mjög góður og víðsýnn leikstjóri, sæmilegur handritshöfundur, hefur framleitt nokkrar frekar slakar myndir og leikið (yfirleitt) lítil hlutverk í eigin myndum.
Þetta er mitt álit á Tarantino, en hann fær aukapunkt fyrir að eiga handritið af einni af uppáhalds myndum mínum, True Romance (einfalt handrit, frábær mynd).
Allt of mikil langloka yfir litlum hlut eins og okkar áliti á einum leikstjóra eða skilgreiningu á því hvenær einhver “á” mynd :O)
massi