Quentin Tarantino er án efa besti leikstjóri sem ég veit um. Hann byrjaði á sinni snilldar mynd Reservoir Dogs (1992) sem er besta myndin hans(eins og allar hinar). Með þessa topp náunga sem eru að leika í henni gerir hann enn betri.
Eftir Reservoir Dogs kom Pulp Fiction (1994) sem er ein besta mynd allra tíma. Uma Thurman er snilldar leikari og sýnir það vel í þessari mynd. Einnig John Travolta sem leikur mjög góðan karakter. Samuel J. Jackson er alveg drullu góður í þessari mynd líka sérstaklega ræðan hans sem hann segjir í henni.
Jackie Brown (1997) verð ég að segja að hún er frekar slöpp, en sammt er eitthvað við hana sem er gerir góða hluti. Man sammt ekkert voðalega mikið eftir henni.
Eftir langa bið kemur Kill Bill Vol. 1(2003) & 2(2004), ÚFF! segji ég nú bara. Hann sýnir snilld sína í báðum myndunum. Uma Thurman leikur aftur alveg frábæra persónu sem bara vill fá hefnd. Það eru margir aðrir góðir leikarar sem eru þarna eins og Lucy Lui sem kemur mér að óvart í þessari mynd. Michael Madsen kemur sterkur inn þrátt fyrir að hann leikur stutt í vol. 2. Síðan er David Carradine sem kemur líka með sterkan karakkter í myndini. Einnig kemur Vivanca Fox með alveg ágætt hlutverk en hún átti allavega góðan tíma þarna.
Annars að skella stjörnum á þetta:)
Resivoir Dogs ***1/2
Pulp Fiction ****
Jackie Brown ***
Kill Bill Vol.1 ****
Kill Bill Vol.2 ***1/2
Annars þá er þetta lokið hjá mér.