Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa “grein,” eða kannski spurningar, er sú að ég er algjörlega lost og datt í hug að einhver hérna inni gæti leiðbeint mér.
Þannig er mál með vexti að ég hef óendanlegan áhuga á kvikmyndum og langar rosalega að vera kvikmyndaleikstjóri. Ég er samt ein af þeim sem hef aldrei komið nálægt kvikmyndagerð og hef held ég bara haldið á cameru í þrjú skipti þegar ég fékk hana lánaða hjá bróður mínum í barnaafmæli hjá syni hans. Af hverju þessi kvikmyndaáhugi þá? Jú ég horfi MIKIÐ á kvikmyndir. Ég elska kvikmyndir. Elska að pæla í hvernig skotin eru, litirnir, plottið, samtölin, persónurnar. Ég hugsa í myndum og er með svo margar hugmyndum að bóímyndum, atriðum, samtölum, skotum og fleira. Það er orðið langt síðan þetta fór út fyrir það vera áhugamál í það að vera ástríða.
En eins og ég sagði þá hef ég enga reynslu í þessum geira. Ég hef vafrað mikið um netið í leit að skólum eða einhverjum leiðum til að láta drauminn rætast. En ég stranda alltaf og verð alltaf meira lost. Það virðist vera að eina leiðin til að komast í suma af þessum skólum að hafa einhverja reynslu, að hafa gert eitthvað, hafa “portifolio” til að sýna. Kvikmyndaskólar eru dýrir og erfitt að komast inn. Aðeins fáir “meika” það eftir nám og margir enda í einhverjum öðrum vinnum til að geta borgað skuldir frá námsárum og fást aldrei, eða mjög sjaldan við kvikmyndagerð. Ég er 23 kvenmaður, á ég einhvern möguleika? En ég hugsaði þá bara með mér, ok, þá bara læri ég þetta sjálf upp á eigin spýtur. En þá verð ég líka lost því ég veit ekkert hvaða tæki ég á að kaupa mér.
Þannig að, mig langaði að byðja einhvern sem er þarna úti, að leiðbeina mér. Ég er algjör byrjandi. Hvernig cameru á ég að kaupa mér og hvernig kvikmynda/klippiforrit á ég að fá mér? Er tæknin ekki orðin þannig að maður getur gert “demo” kvikmyndir heima í tölvunni sinni? Og einnig ef einhver veit líka eitthvað um kvikmyndaskóla, hvaða skóla mæliru með? ég hef heyrt að það séu góðir skólar í Tékklandi og Danmörku…hvað heita þessir skólar???
Hvernig get ég lært að búa til kvikmyndir?