Fyrsta tónlistarmyndband Culture Shock Productions. Texta og taktahöfundur er Guðjón Örn Ingólfsson a.k.a. Ramses og Leiktsjóri er Helgi Torfason. Myndbandið var upprunalega tekið upp í tilraunaskyni þarsem leikstjóri hafði aldrei spreytt sig í að taka upp né klippa saman tónlistarmyndband sem er aðeins þyngri þraut en venjulegar senur.
Í vor 2005 fékk leikstjórinn flugu í hausinn og taldi félaga sinn á að koma út um kvöldið og taka upp tónlistarmyndband. Hugmyndin var flipp og smá tilraunastarfsemi og var allt tekið upp á einu kvöldi með það sem var fyrir höndum. Útkoman kom svo miklu betur út á klippiborðinu daginn eftir en við áttum von á. Núna uppá síðkastið var það tekið og fiffað aðeins betur til og ljótar tökur teknar út og útlitið tekið í gegn svo það væri sýningarhæft á netinu. Við erum mjög ánægðir með árangurinn og vonum að flestir skilji eftir athugasemdir/gagnrýni eftir að hafa horft á það.
*Myndbandið var tekið upp í Kópavoginum við hamraborg og í vesturbænum við lýsisverksmiðjuna.
*Maðurinn með NY derhúfuna heitir Geiri og er DJ-inn í rappgrúppunum Nafnlausir og Textavarp (Ramses er meðlimur þess fyrrnefnda).
*Maðurinn sem er að tagga (skrifa) nafnið ramses á hurðina heitir Dabbi og er rappari í Textavarpi.
*Graffið á veggnum bakvið í aðaltökunni segir “respect” og var það bara skemmtileg tilviljun við nafn lagsins.
*Hamarinn sem Geiri heldur á var á staðnum og var notaður sem “prop” uppá grínið.
*Flaskan í myndbandinu er Hennesy koníaks flaska og er notuð einfaldlega uppá töffaraskapinn.
*Myndbandið var tekið upp í ljósaskiptunum sem gaf lélega lýsingu en ákváðum við að nota gráleyta keiminn til að gera það skuggalegra.
*Ramses hefur áður gefuð út eina smáskífu og er með eina breiðskífu í vinnslu um þessar mundir. *“Virtu það” er intro-ið á nýju plötunni.
Helgi Torfason,
Culture Shock Productions.