Svo ég svari fyrstu spurningunni beint:
Ef þú hefur bara áhuga á kvikmyndatöku þá er nokkuð dýrt að fara í Kvikmyndaskóla Íslands bara til þess og betra að fara á nokkur námskeið, jafnvel erlendis, til að læra bara það.
Enda er það ekki nokkur kúnst bara að taka myndirnar og þú kemur aldrei til með að fá að ráða miklu í þeim verkefnum sem þú vinnur, tekur bara við skipunum og framkvæmir, þarf nánast enga kunnáttu til, bara lesa bæklinginn sem fylgdi myndavélinni, stúdera pínu kvikmyndasögu, listasögu og komast inn í terminologíuna til að skilja þær skipanir sem þú færð, fylla svo á reynslubankann með tímanum.
Það sem þú myndir græða við að fara í kvikmyndaskólann er að hann gæti opnað hug þinn fyrir því hvað í því felst að gera kvikmynd og hversu lítið hlutverk í því ferli þú ert að kjósa þér með því að einblína bara á þessa 5 takka á camerunni.
Ég þekki nokkuð vel til í Kvikmyndaskólanum og þar eru á hverri önn nokkrir svona vídeócameruguttar sem ætla ekki að verða neitt annað og verða aldrei neitt annað. Þeirra tíma og peningum er að mínu mati illa varið, tíma og fyrirhöfn skólans líka og síðast en ekki síst hafa þeir hingað til ávalt skilað verstu lokaverkefnunum (í lok hverrar annar) og eru alltaf að reyna að gera einhverja ömurlega splattera og kofahryllingssögur meðan aðrir eru að reyna að koma einhverju frá sér.
Námskeið, eða opna hugann fyrir því um hvað kvikmyndagerð snýst, það er málið fyrir þig.
Til að svara öðrum kommentum:
Kvikmyndaskóli Íslands varð ekki skóli á háskólastigi fyrr en 2003 og ég vona að hann hafi nú batnað aðeins síðan þá, þangað til var þetta bara svona námskeiðsskóli sem ekki bauð upp á heilsteypt nám eða góða aðstöðu. Fyrstu 4.urra anna útskriftarnemendurnir eru að útskrifast um þetta leiti þ.a. ekki er komin nein reynsla á þá enn þá.
Það að komast áfram á klíkuskap og að vera pabbadrengur skilar engu nema lélegum vinnubrögðum, en því miður er það leiðin sem gagnast Íslendingum best í dag, í hvaða bransa sem er. Ef leitað er eftir að komast í flott djobb en eiga aldrei eftir að kunna neitt eða geta neitt mæli ég með þeirri leið, eða Framsóknarflokknum :)
Quentin Tarantino fór aldrei í kvikmyndaskóla og hann hefur ekki fundið upp á neinu sjálfur, heldur datt honum þessi snilld í hug að taka góða erlenda kvikmyndagerð og moka henni inn á ameríska markaðinn sem einhverjum frumlegheitum. Þetta tókst honum og hann má vera hreikinn af því, ég hef gaman af flestum fyrri myndum hans, en hann er í raun lítið annað en copy/paste gæji ef hann er krufinn til mergjar.
Soothe, Böðvar Bjarki “eigandi” Kvikmyndaskólans er rafvirki að mennt, það er ekki of seint að skipta um skoðun og læra eitthvað nýtt, ef þig langar, drífðu þig þá.
Ég veit ekki hvort ég mæli með Kvikmyndaskóla Íslands, þar er ýmislegt ekki 100% enn þá, en ég mæli ekki með að fara í skóla erlendis sem eitthvað sparnaðarráð, spáið í hvar sparnaðurinn mun þá liggja!
Massi