(ef hugi eyðileggur linkinn, tékkið á forsíðu kvikmyndagerðaráhugamálsins til að downloada myndinni. Hún er 75 MB að stærð og 29 mín. að lengd, á QuickTime formati.)
Nújæja, loksins. Það er liðið meira en ár síðan við hófum tökur á þessari mynd, en þær hófust þann 18. janúar 2004, og síðasti tökudagur var 10. desember 2004. Að sjálfsögðu voru mjög löng göt þarna á milli (við tókum aðallega upp um helgar), og sumir leikarar vildu aldrei sýna sig og oft var martröð að ná þeim saman, svo að margar helgarnar fóru til spillis. En það náðist samt undir lokin.
En tíminn sem fór í þessa mynd leyfði okkur að vinna tæknivinnsluna almennilega, og það er fátt í þessari mynd sem ekki var farið yfir þúsund sinnum - enda erum við leikstjórar myndarinnar sjaldnast sammála um nokkurn skapaðan hlut.
Oft hef ég verið spurður af hverju í ósköpunum við séum að gera þessar myndir - af hverju erum við ekki að gera eitthvað alvarlegra og meira spennandi en endalausar Matrix-paródíur? Tja, það er mjög einfalt svar við því: Þetta eru bestu æfingamyndir sem hægt er að gera.
Við höfum allir lært svo ofboðslega mikið um vinnslu kvikmynda af því að gera þetta, því að í svona óalvarlegri mynd er t.d. hægt að leika sér að myndatöku eins og maður vill, auk þess að klippari getur alls ekki fengið verri martröð að æfa sig á en hasaratriði eins og þau sem eru í þessari mynd. Auk þess þá er þetta einfaldlega ógeðslega gaman, að þurfa ekki að mæta öðrum gæðastöðlum en manns eigin - sem eru bestu gæðastaðlar fyrir hvern og einn.
Ég og félagarnir eigum afskaplega góðar minningar frá gerð þessarar myndar, mér er sérstaklega minnisstæð spennan fyrirfram og gleðin eftirá þegar höfuðhöggseffektinn virkaði nákvæmlega eins og við vildum, að ekki sé talað um innyflin og ótrúlega fyndinn leik nokkurra félaga okkar, þegar einn leikarinn var næstum því sparkaður raunverulega í andlitið, og ótalmargt fleira.
Nú, þegar út í fúttið er komið þá verðum við bara að vona að myndin sé jafn skemmtileg fyrir ykkur og hún var fyrir okkur. Þetta er síðasta myndin af þessari gerð sem við gerum - næst á dagskrá er blóðug mynd um geðveiki og tilfinningaleysi innan neysluhyggjusamfélags, svo að þetta verður síðasta tækniæfingarmynd sem við tökum að okkur. Það hefur verið ótrúlega gefandi, og það er kominn tími til að nota þær gjafir í eitthvað annað.
Einnig má minnast á að Byltingar er nú partur af stuttmyndagerðarkeppni hér á huga, og ég hvet alla til að horfa á myndirnar og kjósa þá bestu.
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane