Þannig er mál í vexti að ég ásamt nokkrum vinum mínum, stofnuðum fyrir ca. ári kvikmyndafyrirtækið prototypes og þess má geta að vart finnast frjóari hugar en við vinirnir, en þó hefur gengið brösulega að framleiða myndirnar.
Margar myndir og sketchar eru á planinu svo sem: Friend or foe, skoska ofurkindin, hraðbankaránið og afbökuð útgáfa af LOTR. Ég og umræddir vinir fermdust í fyrra og fengum ég og einn annar þeirra upptökuvél, (alls ekki góðar vélar en vélar engu að síður). Þrátt fyrir frábærar aðstæður og áhuga á málefninu, höfum við ekki nennt að gera neitt í þessu. Nú iða ég í skinninu til að fá að byrja á einhverju starfi en ekkert gerist.
önnur saga er af “hinum” vinahópnum mínum sem er á fullu að gera stuttmyndir og þess háttar, afhverju geta þeir þetta en ekki við hinir?? (elsku Mistök films, þetta er ekki illa meint gegn ykkur persónulega)
Svo nú spyr ég ykkur: viljið þið ganga í Prototypes til að bæta starfsemi þess eða gefa már ráð um hvað ég gæti gert varðandi aðstæðurnar?
með fyrirfram þökk