Ég þakka kærlega fyrir mjög góðar móttökur og það er mjög ánæghulegt að sjá hversu vel fólk virðist taka í þetta.
Friðfinnur, mjög góð ábending og sanngjörn.
Screw It Productions byrjaði sem hugmynd af framleiðslufélagi, og svona aðstoðarféla fyrir aðra framleiðendur.
Hugmyndin var að gera þetta af öflugu og sjálfstæðum klúbb með mikið úrval mismunandi fólks, þar sem margir aðilar gætu hjálpast að við stærri verkefni, þ.e.a.s. minni félög gætu fengið aðstoð svo þau gætu klárað verkefni sem væru stór.
Hugmyndin þróaðist svo út í þetta eins og hún er.
Screw It Productions er bráðarbirgðavefsíða, þar sem að Screw It Productions er eins og þú bentir á, framleiðslufélag.
Það á að setja upp Screw It Entertainment vefsíðu.
Ástæða fyrir því að hún verður undir nafni Screw It, er einfaldlega sú að Screw It Productions (Screw It Entertainment síðar) kostar vefsíðuna, geymslupláss og umferð, án þess að taka gjald fyrir almenning til þess að horfa á og einnig án þess að taka gjald fyrir að hýsa efni.
Ég vill taka dæmi hér.
Segjum að Film A hýsi myndina Björgunin (hægt er að sjá brot úr henni á vefsíðu Film A) á Screw It Productions ásamt mörgum öðrum félögum sem væru með margar aðrar myndir.
Þú sérð svona “thumbnail” fyrir myndina Björgunin, smellir á hana og þar flist þú yfir á nýja síðu fyrir myndina Björgunin.
Þar er lýsing á myndinni, jafnvel myndir úr myndinni ásamt öllum helstu upplýsingum um myndina sjálfa, þ.e. framleiðandi, ect. ect.
Þú horfir á myndina og lýst vel á, eftir að hafa séð hana ákveður þú að Geir Óskarsson hjá Film A hafi gert príðis verk þarna og vilt athuga hvort hann hafi fleiri myndir á boðstólnum.
Þar klikkar þú á Film A krækju, sem fer með þig á aðra síðu sem væri þá lítið horn fyrir Film A, upplýsingar um allt efni sem Geir hjá Film A hefur upp á að bjóða, þar sérðu “thumbnails” á Björgunin, ásamt fleira efni sem hann hefur unnið í ásamt link sem færir þig yfir á síðu sem að Geir á sjálfur, sem meðlimur.
Þar væru upplýsingar um hann, hvað hann gerir og/eða er góður í að gera, við hvað hann er að vinna, verkefni sem hann hefur gert sem kannski Film A var ekki viðriðið í o.s.fr. ásamt linkum á allt það efni og upplýsingar um það sem hann hefur verið viðriðinn í sem geymt er á síðunni.
Augljóslega hefði hann svo link inn á síðu Film A, þ.e.a.s. offical síðu Film A.
Geir Óskarsson og Film A fá öll kredit fyrir myndina Björgunin án þess að Screw It Productions hafi komið nálægt verkefninu.
Screw It Productions hýsir hins vegar myndina (þetta er ennþá sagt sem dæmi) og er því eðlilegt að það geymi hana inni á sínu vefsvæði.
Næsta dæmi er um hann Manna Nafnlausa sem hefur skrifað handrit á mynd.
Hann er bara aðili út í bæ sem hefur aldrei komið nálægt kvikmynda og/eða stuttmyndagerð.
Manni veit að það sem hann hefur undir höndunum er gott handrit, og vildi að hann gæti séð til þess að úr gæti orðið kvikmynd.
Honum þykir svolítið vænt um handritið sitt, og vill helst vera viðriðin gerð myndarinnar ef til framleiðslu kæmi.
Hann veit að hvorki Zik Zak Films né neitt annað atvinnufyrirtæki tæki í mál að hafa einhvern “óreyndan vitleysing” sem gæti haft áhrif.
Vinkona hans, Jóna Jóns bendir honum á Screw It Productions.
Hann sendir þangað tölvupóst og SIP tekur að sér verkefnið, þar sem hann er t.d. leikstjóri eða aðstoðarleikstjóri.
Screw It Productions sér að hér er veglegt og spennandi verkefni og biður um aðstoð hjá Film A og 8undu Heimsálfunni.
Screw It Productions er framleiðslufélag, sem kemur til með að geyma efni sitt á vefsíðu sinni öllum til aðgangar, ásamt því að geyma efni fyrir aðra aðila og önnur félög, öllum til aðgangar.
Af hverju ekki hlutlaust nafn eins og www.internetmyndir.is eða eitthvað álíka þar sem nafn Screw It Productions er ekki í urlinu ásamt nafni hinna félaganna sem væru inni á síðunni (dæmi www.internetmyndir.is/filma í stað www.screwitproductions.com/filma.html) er ágætis spurning, þegar nær að dregur og dæmið er orðið stærra.
En hvert snýr Manni Nafnlausi sér þá? Hvernig veit hann að Screw It Productions hjálpar öðrum að hjálpa sér með svona verkefni?
Það þarf að athuga að það er líka eitt af punktunum við þetta mál allt saman.
Það kostar að halda uppi vefsíðu og á meðan veltan er 0 kr. verður dæmið svona allavega fyrst um sinn. Svo má athuga málin betur seinna meir ef meðlimir og internetnotendur almennt eru ósáttir við að hafa þetta dæmi allt á vefsíðu Screw It Productions.
En svar mitt við spurningu þinni er orðið miklu stærra heldur en greinin sjálf þannig að ég held að ég láti þetta gott heita í bili.
Ég vona að fólk almennt og sérstaklega þá framleiðslufélög verði ekki ósátt við að hafa þetta undir vefsíðu Screw It Productions.
Ef sú verður reyndin, kemur upp önnur vefsíða sem á að geyma efnið upp í stað Screw It Entertainment þegar þar að kemur.
Kveðja,
Garri
Screw It Productions
www.screwitproductions.com