Sælt verði fólkið.
Ég er að vinna að nýju félagi sem ber heitið Screw It Productions.
Þessa stundina er ég að setja upp vefsíðu www.screwitproductions.com
Síðan er ekkert merkileg þessa stundina en hugmyndin er svolítið stór og krefjandi.
Mig langar til þess að vera með svona “miðstöð” ef svo má að orði komast, fyrir áhugamenn um kvikmynda- og stuttmyndagerð, ásamt tónlistagerð og ljósmyndum og teikningum (tölvu og handunnar).

Þarna getur fólk sett myndir sem það hefur gert, fundið fólk til þess að hjálpa sér við gerð myndar, önnur kvikmyndagerðafélög gætu sótt eftir hjálp og aðstoð, fólk sem vill leika skráir sig inn og svo framvegis.
Sama saga gildir um tónlistamenn, en þeir geta sett tónlistina sína inn á síðuna, og hljómsveitir og einstaklingar geta leitað eftir verkefnum sem þeir gætu unnið saman.

Screw It Productions mun svo hýsa það efni sem sent yrði svo allur almenningur gæti skoðað, hlustað og horft á.

Þarna kemur svo upp spjallborð á allra næstu dögum.

Þetta er svona byrjunarþrepið, en hugmyndin er töluvert stærri og meiri en þetta, en einhverstaðar verður maður að byrja.

Þótt að vefsíðan sjálf sé erlendis munu myndir og tónlist vera hýst á íslenskum serverum svo ekki þurfi að greiða fyrir niðurhal.

Þið sem eigið efni, endilega hafið samband við mig garri@screwitproductions.com ef þið viljið birta það.

Ég ætla að taka það fram þótt svo að það sé augljóst að þeir sem vilja senda inn efni verða að vera eigendur þess sjálfir.

Endilega kíkið á síðuna, skoðið hana og ef að þetta fer vel í ykkur og þið viljið taka þátt, sendiði mér póst.

Kv.,
Garri

Screw It Productions
www.screwitproductions.com