Sjálfur nota ég þessa vél og ég gæti ekki verið ánægðari með hana.
Takkar:::
Allir takkar sem notaðir eru á meðan á upptöku stendur eru á góðum stöðum sem hægt er að nota án þess að vélin sé öll að hristast og þegar þú ert orðin(n) vanur vélini þá þarftu ekki einusinni að líta uppúr
viewfinderinum. Svo eru tveir takkar sem hægt er að stilla hvað gera þannig að þú hefur uppáhalds aðgerðina þína rétt við höndina.
Viewfinder og LCD screen:::
2.5" LCD skjárinn er bjartur og nákvæmur en ég mæli samt með plast verndunarhlíf á hann til að verja gegn risðum og öðru hnjasski og einnig er sniðugt að kauap svona Hoodman sun hood sem skyggir á skjáinn þannig að hægt er að nota hann í jafnvel mestu birtu.
Viewfinderinn er líka einnig mjög góður og mörgum finnst það plús að hann er í lit….en auðvitað þá er ekki allt gott við það eins og t.d. þá er erfiðara að stilla focus þannig en það tekst nú auðvitað samt.
Hljóð:::
Vélin er með góðann standard mic en ég mæli samt með XLR tengdum shotgu mic í staðinn. En til að geta notað XLR tengda mica þá þarf að kaupa xlr adapter sem heitir MA-300 sem fer ofan á vélina og einnig er á tenginu festing fyrir mic.
Einnig er vélin með bæði manual og auto hljóstyrks stillingu rétt við höndina þannig að hægt er að stilla það jafnvel í miðri töku. Hægt er að sjá audi gain á hlið vélarinnar og í lcd og viewfinder.
Mynd:::
Vélin er með FRÁBÆR myndgæði og ég tala frá eigin reynslu að bera þessa vél við heimilismyndavél er bara rugl. Hún hefur 3CCD 470,000 pixel myndflögur sem gefa rosalega raunverulega liti.
Það er 20x optical zoom linsa á henni með bæði handvirku zoomi og sjálfvirku, hún er líka veð 100x digital zoom.
Hún tekur stafrænar ljósmyndir líka á SD 8mb flash kort sem fylgir en þær eru bara 1.7megpixla og eru ekki góðar en samt ekki svo slæmar.
(ég hef stundum fengið comment frá fólki sem veit ekki alveg hvað það er að tala um. Þá segir það huh vélin mín er með 300x zoom en auðvitað þá er það bara digital og þegar komið er í svo mikið digital zoom þá sést nákvæmlega ekkert hvað er í gangi…það er allt í lagi að fara í 40x digital en ekki meir ef á að halda þessum pro gæðum)
Það sem þú færð ef þú kaupir þessa vél:::
Frábæra vél með æðislegum gæðum eins og þú bjóst við
Þægilega handvirka stjórnun á vélini og þar að leiðandi færð meira útúr henni.
Gallar:::
Micinn sem er tekur upp hljóðið af spólu mótorinum ef tekið er up í þöglu herbergi þessvegna mæli ég með shotgun xlr mic…hann leysir vandann og gerir þessa vél jafnvel betri en Sony DSR PD150P þegar búið er að leysa þennan mic vanda og það kostar miklu minna.
Info um hljóð og shotgun mic:
http://www.hugi.is/kvikmyndagerd/articles.php?page=view&contentId=1651918
MA-300 XLR ADAPTER
http://www.fullcompass.com/Products/pages/SKU–54166/
Hoodman sun hood:
http://www.hoodmanusa.com/
Beco selur Canon XM-2 á 189.900kr
http://www.beco.is/beco.nsf/pages/canon_video.html
“Snilldar vél sam allir ættu að eiga” Pottlok á kvikmyndagerð
“Five stars” Colin Barrett SimplyDV
Kv. Pottlok