
En af hverju er ég að tala um neðanmarkarskynjun, hugtak sem sálfræðin hefur verið efins um, jú vegna þess að neðanmarkarskynjun, það sem við skynjum ekki nema með undirmeðvitundinni, hefur verið notuð í kvikmyndum oftar en einu sinni. Oftast sett inn í kvikmynd sem 2 til 3 rammar (í kvikmynd birtast 24 rammar á sekúndu) og er erfitt að taka eftir myndefninu eða setningunni á römmunum. Þekkt dæmi um neðanmarkarskynjun i kvikmyndum er eflaust Fight Club og tippið a Brad Pitt. Einnig Lion King, en í einhverju atriði þar sem reykur stígur upp kemur orðið “sex” fyrir í sekúndu.
Ein fyrsta myndin sem notaði þetta var Agency sem kom út 1980 og vakti littla sem enga athygli.
Það er ekki hægt að sanna það beint hvort neðanmarkarskynjun hafi áhrif á tilfinningar okkar til kvikmyndarinnar sem við erum að horfa á. í kvikmyndinni Seven birtist mynd af konu David Mills (Brad Pitt) í 1 sekúndu, þó tekur maður óljóst eftir því. Leikstjórinn var eflaust að reyna að vekja upp meiri tilfinningar hjá áhorfandanum. Tókst það? í rauninni veit maður það ekki fyrir víst, hver og einn verður að skynja atriðið út frá sýnum tilfinningum. En ef svo skildi vera að neðanmarkarskynjun hefði áhrif þá væri eflaust athyglisvert að vita hvort fleiri myndir hefðu neðanmarkarskynjun. Einnig væri athyglisvert fyrir upprennandi leikstjóra að kynna sér þetta hugtak nánar.