Casablanca
Casablanca er svart/hvít mynd sem var framleidd árið 1943. Leikstjóri myndarinnar var Michael Curtiz og hlaut myndin tvenn óskarsverðlaun: Fyrir bestu myndina og bestu leikstjórn. Eitt af frægustu ef ekki frægasta leikarapar kvikmyndasögunnar kemur fram í þessari mynd en það eru þau: Ingrid Bergman og Humprey Bogart. Ingrid Bergman leikur Islu Lund sem er ástfangin af tveimur karlmönnum sem eru báðir á svarta listanum hjá nasistunum. Humprey Bogart leikur annan þessara manna en hann leikur Rich. Rich á skemmtistað í Casablanca en hann festist þar og fær ekki að fara til Lissabon því nasistarnir eru á höttunum eftir honum. Svo þið skiljið ástandið ætla ég að segja ykkur hvað var að gerast þarna.
Þegar nasistar hertóku París flúðu þúsundir Parísarbúa til Ameríku en það var hægara sagt en gert. Það þurfti að fara niður allt Frakkland og sigla með ferju yfir allt miðjarðarhafið og yfir til Óran en það er borg í Alsír. Þaðan þurfti svo að fara í langt lestarferðalag yfir heita eyðimörk til Casablanca í Marokkó. Frá Casablanca þurfti svo að fljúga til Lissabon í Portugal og þaðan til Ameríku. Ástæðan er sú að að Portúgal var hlutlaust ríki en eina landleiðin inn í það var í gegnum Spán og Spánn var hertekinn af nasistum. Marokkó var frönsk nýlenda en hún var ekki á valdi Þjóðverja samt gengu nasistar um göturnar og réðu algjörlega hverjir fengu fararleyfi til Lissabon.
Myndin einkennist einmitt mikið af því að það er deilur um fararleyfi. Aðalsögupersónurnar eru einmitt fastar í Casablanca og fá ekki fararleyfi. Myndin átti upphaflega aldrei að verða svona stór eða alþjóðleg eins og hún varð . Það er fagmannlegum vinnubrögðum, frábærum leik og mikilli stemmningu milli leikara sem hefur gert hana að einum stærstu kvikmyndum sögunnar. Myndin hefur elst ótrúlega vel og hefur margoft lent á listum yfir bestu kvikmyndir sögunnar.
Mér finnst myndin afar góð og eins og ég hef sagt í öðrum greinum þá tel ég að þetta sé mynd sem allir kvimyndagerðarmenn og kvikmyndaunnendur þurfi að sjá.

kv.Peacock
Sjöundu Listgreininni