Gone with the wind
Gone with the wind (1939)
“Gone with the wind” er ein af fyrstu litkvikyndunum sem voru gerðar hún var tekin á technicolur myndavél en aðeins 7 þess konar myndavélar voru framleiddar í heiminum. Leikstjóri myndarinnar var Victor Fleming en George Cukor átti upphaflega að leikstýra myndinni en honum var sagt upp eftir deilur við aðalleikarann, Clark Cable. Myndin var framleidd af Davið Selznick. Myndin var byggð á metsölubók eftir Margaret Mitchell sem hlýtur að haf verið MJÖG þykk bók af myndinni að dæma. Það er frægt dæmi þegar átti að velja leikara til að leika aðahlutverkið. Alls voru prufaðar 1400 leikkonur áður en Vivian Leigh alls óreynd leikkona var valin til að leika Scarlett O´Hara. Það er lika frægt, stórt brunatriði sem var í myndinni en það var tekið á 7 Technicolor myndavélar , sem sagt allar Technicolor myndavélar í heiminum. Myndin var gerð á þrem árum (1936-39) og hún fékk 10 óskarsverðlaun en það hafði aldrei gerst áður.
“Gone with the wind” fjallar um líf snobbaðar hefðarstúlku sem lendir í miðju þrælastríðinu og á í miklum erfiðleikum. Aðalpersónan Scarlett O´Hara er einstaklega leiðinleg persóna, algjör frekja og ber enga virðingu fyrir öðrum. Hún þroskast þó meira er líður á myndina. Myndin er rosalega vel gerð miðað við hvað hún er gömul enda kostaði hún mjög mikið í framleiðslu. Þó að þessi mynd hafi verið í lit þá varð kvikmyndagerð í lit ekki almennilega nothæf peningalega séð fyrr en um 1955-60. Maður tekur samt mikið eftir hvað leikstjórin og kvikmyndatökumennirnir eru fastir í leikhúsastíl. Þeir eru ekki ennþá búnir að uppgvötva hvernig megi hreyfa myndavélina í atriðum og eru mjög fastir í svona leikhúsastíl. Það liggur við að við endann á sumum atriðum bíður maður bara eftir að rauða tjaldið dragist fyrir. Myndin er mjög löng og er ekkert svakalega spennandi allan tíman. Söguþráðurinn er mjög langdreginn og blóðmjólkaður, þetta er ekki mynd til að horfa á seint á kvöldin þegar fólk er orðið syfjað. Ég skemmti mér samt prýðilega við að horfa á myndina sérstaklega frá sjónarhóli kvikmyndagerðarmanns. Mér finnst að þeir sem eru að fást við kvikmyndir og eigi eftir að sjá “Gone with the wind” eigi að drífa sig út á videóleigu.
kv. Peacock
Sjöundu Listgreininni