The Gold Rush
The Gold Rush er kvikmynd eftir Charles (Charlie) Chaplin.
Áður en ég byrja að fjalla hér um kvikmyndina The Gold Rush ætla ég að fara hér fáum orðum um Charlie Chaplin. Charlie Chaplin var breskur að uppruna hann var róttækur sósíalisti og þess vegna var hann eiginlega rekinn frá Bandaríkjunum. Charlie gerði myndirnar sínar frá A-Ö. Hann lék aðahlutverkið , hann talaði inn á fyrir alla leikarana, hann klippti, hann stillti kvikmyndavélinni upp, hann samdi tónlistina í myndirnar og sá um tæknibrellurnar sem voru frekar góðar miðað við tæknina í þá daga.
The Gold Rush var frumsýnd árið 1925. Myndin var mjög hæðin og var að hæðnast að því að þúsundir Bandaríkana ferðuðust til Alaska í leit af gulli á gullgrafaratímabilnu svo kallaða. Eini maðurinn sem vitað er að hafi grætt á þessu gullæði er Jóakim Aðalönd. Meira en helmingur þeirra sem lögðu upp í þessa ferð drápust á leiðinni úr kulda. Bandaríkjamenn eru nú ekki vitrustu menn í heimi og fötin voru nú ekkert voðalega hlý á þessum tíma.
Myndin fjallar um Chaplin sem leikur sinn sígilda “karakter” flækinginn með hattinn og stafinn sem ákveður að fara til Alaska að leita að gulli. Þegar hann er næstum að deyja úr kulda kemur hann að kofa og þar hittir hann stórhættulegan glæpamann. Þeir sættast að lokum á að vera báðir í húsinu. Svo þegar dagarnir líða og þeir fá engan mat fær glæpamaðurinn óráð. Þá fáum við að sjá mjög frægt atriði í kvikmyndasögunni þegar glæpamaðurinn byrjar að sjá ofsjónir. Honum finnst hann sjá Chaplin sem risa kjúkling, ógeðslega fyndið. Myndin er ekki með mjög fastan söguþráð þetta eru bara eins og mörg löng sketch sem mynda heila sögu. Hann kynnist svo auðvitað kvennpersónu í sögunni og svo lendir hann í lífsháska þegar kofin hans feykist út á klettabrún. Það atriði er mjög vel gert miðað við tímabilið sem myndin er gerð á. Svo kemur annað atriði þar sem við sjáum mann á ís og svo kemur sprunga í ísinn og allt hrapar niður og ég skil ekki ennþá hvernig það var gert, hlýtur að haf verið módel. Myndin endar svo…….ég ætla ekki að segja ykkur það. Þetta er alla vega alveg klassísk mynd sem allir kvikmyndaunnendur verða að sjá.
Myndin er fyndin, vel gerð og með góðan boðskap en á móti kemur að hún er stundum langdregin og söguþráðurinn er frekar illa upp byggður. Það voru líka öðruvísi áherslur í kvikmyndagerð á þessum tima en nú.
kv.Peacock
e.s. Ég ætla að reyna að setja inn pistil vikulega um einhverja sígilda mynd.