Komið þið sæl kvikmyndaáhugafólk!
Ég verð nú að viðurkenna að ég hef aldrei komið hingað á þetta áhugamál áður, en ég ákvað að skrifa grein hér því að ég helda að ég sé með svolítið áhugavert fyrir ykkur!
Í byrjn september verður haldin kvikmynahátíð í Tromso í Noregi. Ennþá eru um 17 pláss laus fyrir áhugsamt ungt fólk sem vill taka þátt í hátíðinni! Þetta er ekki bara venjuleg kvikmyndahátíð heldur er hún jafnt fyrir þá reyndu sem óreyndu! Það mikilvægasta er að hafa áhuga! Þegar hópurinn hittist 13 September þá verður honum skipt niður í hópa og á fimm dögum verða fimm stuttmyndir búnar til. Til þess að leiðbeina þátttakendum eru fimm færir kvikmyndagerðamenn frá norðurlöndunum. Það er ferðastyrkur í boði og því eru peningar ekki allt of mikil fyrirstaða!
Ég hef heyrt af þessari hátíð og hún víst algjört ævintýri! Fyrir utan að fá þarna kjörtið tækifæri til að læra heilmargt á stuttum tíma þá verður þetta án efa mjög gaman og síðast en ekki sýst er þetta gott tækifæri til að kynnast fullt af ungu fólki frá hinum norðurlöndunum!!:)
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.nuff.no !! En það er eins gott að drífa sig, deadlineið er 15. ágúst og sætunum fækkar með hverjm deginum!!
Með von um að einhver áhugasamur íslendingur lesi þetta og fari sem fulltrúi okkar íslendinga:)
Nordklúbburinn á Íslandi - www.norden.is/nordklu