Hljóð Þar sem ég hef ekki séð neinar greinar hérna að koma þá ákvað ég að skrifa stutta grein um hvernig þú gætir
bætt hljómgæðin í stuttmyndunum þínum en ég hef séð það hjá mörgum og líka hjá sjálfum mér að það er oft góð
myndgæði en hljóðið alveg hræðilegt, heyrist ekkert hvað neinn segir og bergmál og suð sem kemur frá myndavélini.
En ég ætla að koma með nokkrar hugmyndir sem geta í mörgum tilvikum lagað þetta…EN ég tek enga ábyrgð á þessu
en þetta virkaði hjá mér.


Boom mic

Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það svona stór loðinn mic sem er á stöng sem maður heldur á fyrir ofan
leikarana og gefur alveg rosalega góð hljómgæði.
En þar sem margir hérna hafa takmarkað fjármagn þá hef ég fleiri ráð en þetta.

http://www.studio1productions.com/mic_boom_po les.htm


Shotgun

Nei ég er ekki að tala um haglabyssu heldur svona mic sem er langur, næmur og stefnuvirkur
mjög gott að nota svoleiðis.
Canon Xm-2 og XL-1 býður upp á svona festingu og tengi sem þú setur á vélina til að nota svona
og það er einnig hægt að nota suma sem handheld mic.


http://www.soundprofessionals.com/cgi-bin/gol d/category/180/mics


LAPEL MICROPHONE

Lapel mic er svona pínulítill mic svona eins og þeir nota í fréttunum og þetta er bara
hrein snilld það heyrist allt sem þið segið. Hver hefur ekki lent ég því að vera að taka
upp eitthvað atriði og allt heppnaðist vel nema það að það heyrist bara ekkert hvað þeir
eru að segja. En það er hægt að laga með þessum micum sem hægt er að kaupa þráðlausa eða
með þræði og þá er hann oftast vel langur.
Ég keypti mér svona og þetta var eins og draumur við vorum að taka upp úti og leikararnir
töluðu bara venjulega og hljóðið var alveg kristal tært algjör snilld ég mæli með þessu
fyrir alla…og já við vorum ekki með þráðlausan við settum alltaf bara vírinn inn á bolinn
og notuðum hann bara þar sem hann sést pottþétt ekki.

Með þráð
http://www.soundprofessionals.com/cgi-bin/gold/ca tegory/140/mics

Þráðlaust
http://www.soundprofessio nals.com/cgi-bin/gold/category/1010/mics


MP3 upptaka

Þið sem egið MP3 spilara sem eru með tengi fyrir mic ættu að kaupa sér svona lapel mic
og tengja við mp3 spilarann og taka hljóðið upp með honum og klippa það svo inn. Þetta
er kannski erfitt en er þess virði.





Það eru líklega fullt af stafsetninga villum í þessu ekki koma
með athugasemdir um það en endilega koma með eitthverjar ábendingar ef
eitthvað er rangt hjá mér eða bæta eitthverju við.

og já ég veit að þetta er stutt grein en ég bara varð
að gera eitthvað til að fá eitthverjar smá umræður hérna
inn þetta áhugamál er alveg að drepast.
Kv. Pottlok