Eins og sumir vita gaf lágmenning.is út videospóluna Cult 1 árið 2002. Það er spóla með nokkrum íslenskum stuttmyndum í cult stíl (þarna voru splattermynd, karatemynd og fleira). Cult 1 kom út í 50 eintökum og er til á mörgum videoleigum.
Núna erum við að leita að myndum fyrir Cult 2. Það er best að þetta séu einhverskonar cult/b-myndir en það er ekki algerlega nauðsynlegt. Myndirnar verða að vera skemmtilegar þó þær megi vissulega vera það sem kallast b-myndir.
Ef við náum að finna nógu margar góðar myndir, verður Cult 2 líklega gefin út í 30-50 eintökum og mun fara á slatta af videoleigum. Þeir sem koma til með að eiga myndir á henni fá ekki borgað fyrir það, en fá aftur á móti gott tækifæri til að koma efni sínu á framfæri (við sem gefum út munum heldur ekki græða á þessu). Spólan yrði líka auglýst mjög vel þegar hún kæmi út.
Þið getið haft samband með að senda email á rokkvi@lagmenning.is eða jon@lagmenning.is eða skilja eftir eintak af myndinni ykkar á Laugarásvideo með skilaboðum um að hún eigi að berast til okkar á lágmenning.is