Málið er að sketchið er byggt á sannsögulegum atburðum og það gerir það soltið sérstakt. Eini uppspuninn í því er sonurinn, og það atriði er soltið mistúlkað, kannski ég bara útskýri það hér…
Sko sonurinn er að horfa á hommaklám um nóttina sem er ekki einungis:
þýskt (Essen mein grosse Kirkeschlange - Ahh, Dieter, du bist besser als Klaus!)
heldur einnig:
danskt (Spis min skid for helvede)
,
enskt: (It's the Plummer)
og síðaðast en ekki síst:
íslenskt (Sko, er þetta einkasamkvæmi eða meiga allir vera með?)
Orðin í svigunum eru nokkur dæmi um þær setningar sem voru í klámatriðinu.
Svo notuðum við ítalskt klámlag, þannig þetta er mjög alþjóðlegt klámatriði.
Allar stunur og önnur hljóð sem finna má í sketchinum bjuggum við til sjálfir á ýmsan skemmtilegan máta.
Okei, svo um morguninn þegar pabbinn er í kvölum þá vill sonurinn segja pabba sínum frá því að hann sé samkynhneigður. Hann talar um að ástin hafi engin takmörk og að lífið sé engin dans á rósum. En þegar hann byrjar að segja orðin: “Pabbi, ég er hommi” þá hleypur mamman inní herbergið með látum til að segja að hún sé búinn að hringja á sjúkrabíl. Hún hleypur soninn niður um leið þannig að hann dettur með andlitið í gólfið og slasast áður en hann fær sagt það sem hann vildi segja.
Þá grátbiður hann mömmu sína um hjálp, en mömmunni er alveg sama um son sinn í augnablikinu því maðurinn hennar er í kvölum. Kaldhæðnin er að mamman kýs að hjálpa pabbanum, en í raun er ekkert alvarlegt að honum, meðan syninum er að blæða út á gólfinu.
Þannig var nú það.
En það var einhver hérna fyrir ofan að setja út á myndatöku og handrit… Þar sem sketchið er byggt á sannsögulegum atburðum ákváðum við að gera ekki handrit, heldur vorum við með aðstaðendur alvöru atburðsins til að segja frá því hvernig þetta allt saman gerðist í alvöru, og þannig létum við leikarana endurleika atburðinn.
Og með myndatökuna, þá gerði ég mitt besta vinur. Ég er mjög reyndur í öllu sem tengist kvikmyndagerð, þ.a.l. myndatöku líka og hingað til hefur mitt besta dugað.
Sketchið hefur verið að fá mjög misjafna gagnrýni, það hefur fengið góðar undirtektir hér á Akureyri, en ekki góðar hér á þessu áhugamáli. Vissulega voru mörg ömurleg sketch í þessari keppni, og sum aðeins betri. En ég er ekki að búast við neitt jákvæðri gagnrýni frá öðrum keppendum keppnarinnar hér á huga.
Við höfðum lítinn tíma til að gera sketchið, þetta hefði vissulega getað verið vandaðara og betra. En þar sem þetta dugði þá bara þakka ég fyrir mig.
Elva
Recycle, Stay in School and Fight the Power!