Heilir og sælir kvikmyndaáhugamenn (og konur)
Það er skammarlegt hvað maður hefur lítið verð að stunda þetta áhugamál, jafnvel þótt að þetta sé jú manns aðal áhugamál og ástríða þessa dagana. Þetta er jú grasrótin.
Þannig er nú mál með vexti að ég sat nú forláta enskan spennusagnaáfanga í hinni ágætu menntastofnun, Menntaskólanum við Hamrahlíð. Lokaverkefnið snérist um það að smíða sína eigin glæpasögu og kaus okkar hópur að gera slíkt í formi stuttmyndahandrits og tók ég skriftir á því að mér.
Þetta er týpísk, ef ekki steríótýpísk Neo-Noir frásögn sem segir frá ungum manni sem vaknar upp í ókunnugu hótelherbergi, fullkomlega minnislaus og finnur unga konu myrta og sundurlimaða í baðkari herbergisins. Mestallt handritið snýst um hann að reyna að púsla saman atburðunum sem leiddu hann þangað og samskipti hans við undarlegan rannsóknarlögreglumann sem bankar upp á.
Handritið er í raun skrifað sem montage handrit þar sem ég tek element úr flestum af uppáhalds Noir myndunum mínum og sýð þau saman í eina sögu. Hægt er að finna element úr myndum á borð við Memento, Mulholland Dr, Identity, Lost Highway, Abre los ojos, Fight Club og The Cell. Bæði nota ég þematísk element og einstaka hluti úr þessum myndum og er hægt að koma auga á refrence í heilann helling af myndum, t.d. er plot twistið samansoðið úr aðal plottwistunum úr Memento, Identity, Abre los ojos og Fight Club.
Einnig er díalógurinn bein tilvitnun í nokkrar af þessum myndum (þrátt fyrir að það sé líklega meira út af vanhæfni minni og vanþroska sem handritshöfundur).
Handritið var skrifað á um 4 klukkustundum á 2 daga tímabili og er hægt að finna hérna:
http://room428.blogspot.com