Þar sem fyrirrennarar okkar í Myndbandafélagi MH síðasta árs voru svo duglegir að henda inn sinni busamynd hingað á huga fannst okkur í myndbandafélaginu Almættinu viðeigandi að feta í þeirra fótspor og kynnum við Árshátíðarmynd MH 2004.
Árshátíðarmyndin er ein af tveimur árlegum myndum sem myndbandafélag MH framleiðir, hin er að sjálfsögðu Busamyndin áðurnefnda.
Að þessu sinni ákváðum við (eftir 2 canceluð handrit og mánuð af vangaveltum) að gera viðtalsmynd þar sem rætt var við fjölda MHinga um árshátíðina, áfengisneyslu, kynlífsvæntingar og margt fleira og erum við nokkuð sáttir með afraksturinn.
Nokkrir punktar sem vert er að minnast á áður en horft er á myndina:
* Ekkert er sviðsett í myndinni, hvorki viðtöl né skotin sem koma á milli þeirra.
* Einhver viðtöl hafa verið klippt út úr samhengi en það er í undantekningartilfellum. T.d. í byrjun myndarinnar sjáum við einn MHing vera mjög óákveðin með svar sitt en það atriði var t,d, ekki klippt út úr samhengi heldur muldraði viðkomandi í heillangan tíma áður en nokkuð vitrænt kom út úr honum.
*Árshátíð MH var haldin á Hótel Selfossi síðastliðin föstudag (27. feb)
* Myndin var tekin upp á 3 dögum (alls 22 viðtöl) og síðan klippt á 2 mjög manískum kvöldum.
Myndina er hægt að nálgast á slóðinni http://www.nfmh.is/~myndbandafelag og mæli ég með að hægrismella á skjalið og velja “save target as”
Myndin er í XVid forminu og telur 164 mb.
Busamynd MH 2003 veðrur síðan send hingað inn von bráðar, eða þegar ég hef komið henni í viðráðanlegt form. Takk fyrir.