ég ætla að skrifa eina grein um mynd sem ég og vinir minir erum búnir að vera að brasa í. þetta byrjaði allt fyrir tvem árum, það var rignadi úti við vorum með myndavél og vorum nýbúnir að horfa á gerð myndarinnar “Chicken Run” og þegar við horfðum á þetta og hugsuðum “Piff við getum þetta léttilega”
og við gerðum það :D þá kom út fyrsta frame-by-frame stuttmyndin okkar sem við skírðum “Kubbaland” þessi mynd var um mann á rampage sem drap allt á sínum vegi kubba land var fín sammt sást í nokkrar hendur og skugganir voru síbreytandi(tók okkur sirka 4 tíma … var í 1mín)
við síndum hana á bekkjarkvöldi og fengum frábærar viðtökur :) síðan tvem mánuðum seinna hittumst við allir saman aftur og gerðum framhald af kubbaland 1 eða “kubbaland Armageddon” sem var frábær finnst mér en hún var um tvö pör sem lentu í tvíburaturnunum og endaði með því að við létum á hrinja sem tók okkur lengri lengri tíma(tók okkur 5 tíma og fengum betri móttökur… var í 1:30 mín) hún var vandaðari og betur gerð.
síðan byrjuðu galdranir að ské ;) en eftir smá break á því að kubba (sirka 5 mánuðir) þá ákvöðum við að gera þriðju og líklega seinustu mynd kubba-triviasins eða “kubbaland 3” sem var um fanga sem slapp úr fangaklefanum sínum og endar upp með að drepa helmingin af bænum með grínlegum stíl (svipuð kill bill) sem var best gerð af hinum tveimur myndunum, fallegra og vandaðira umhverfi var í myndini og engar hendur né skuggar voru sínilegir(tók okkur 7kls. að gera.. var í 2:10 mín) og við fórum með myndina í hæfileika keppni (skólans) og sigruðum hana með trompi og fengum atigli allans skólans :D .
nú seigi ég ykkur frá atburði sem skeði nýlega :) sirka ári seinna eftir að kubbaland 3 var gerð kom að hinni árlegu “listahátíð” (sem er núna næstkomandi 16.mars)
var dregið okkur Pro-kubba lónerana út úr tíma til skólastjórans.. (er sko í 10.bekk núna) og hann fór að spjalla um hæfileikakeppnina í fyrra og eithvað og spurði okkur hvort að við vildum ekki gera arða mynd, við neituðum tilboðinu. sirka viku eftir það í hönnun og sögu kom kennarin af okkur og sagði okkur frá því að ef við mundum gera framhald væri hún sýnd á risaskjá í höllini :D (stór samkomustaður hér í eyjum) og við gátum ekki neitað því og viku seinna tókum við alla legokubbana/nammið okkar drösluðumst með það niðrí skemmtunarsal og byrjuðum að kubba. það varð augljóst fyrst að við þyrftum að vanda okkur mikið meira heldur enn í hinum 3 svo við gerðum götuna fullkomna öll húsin í sama lit og gerðum töff bakrun. (tók okkur heilar 26kls að gera hana og hún er aðeins í 2:10 sek ;P )
Kubbaland The Movie Arð til, :D hún er um 3 bankaræningja sem fremja misheppnað bankarán og allt fer í klessu. í henni er vandað matrix bardaga atriði og flottur bílaeltingarleikur í endan og eins og allar hinar er hún í gammni kantinum.
jæja þetta er kannski ekki eins merkilegt fyrir ykkur og þetta er fyrir mig :D
ef þig langar sjálfum að gera kubbamynd þá er eina sem þarf er
didital myndavél (með minni gerðina af spólu) shit load af kubbum, og MIKLA þolimæði..
þetta byggist allt á einfaldri frame by frame tækni eða maður tekur bara einn legokubb tekur stutta mynd af honum (mæli með svona 5fps) og hreifir hann svo smá og tekur aðra mynd og þannig koll af kolli.
uhhh já og eitt enn.. það er búið að klippa myndina en alltaf þegar er verið að converta hana endar hún upp með að vera 750mb eða eithvað(mikið miðað við 2mín mynd).. veit eithver um eithvað gott klippuforrit sem þjappar aðeins fælunum og missir lítil gæði í einu??