Úti, miðbærinn um nótt:
(my way með Frank sinatra hjómar) Ungur maður, svart hár og svart skegg klæddur í jakkaföt (með bláa slaufu með hringmunstri) ráfar um bæinn. Hann er meiddur, ein höndin hengur líflaus niður með síðunni en hin heldur um sár á maganum. Hann ráfar inn um húsasund og dettur niður undir einhverskonar skjól.
Andlitið á honum fyllir skjáinn og hann segir hægt og varirnar titra á meðan.
Ég geri þetta aldrei aftur
(lagið hættir) Andlitið á honum fer í móðu og birtist aftur en regnbalutt og ekki með neinum sárum. Hann er inn í eldhúsi og það glamrar í pottum og pönnum hann gengur í gegnum eldhúsið (hann er í jakkafötum en ekki með slaufu). Feitur maður sem er vel klæddur kallar á eftir honum:
Guðjón! Hvar hefurðu verið?
Hann er mjög reiður.
Þú ert seinn, þú ert alltaf seinn! Ég hef fengið nóg! Þú ert ekki á fyrsta svæði lengur. Karl er með fyrsta svæði, farðu nú með þessa drykki á borð 4.
Guðjón er fúll en segir ekkert, hann tekur bakkann með drykkjunum og gengur út um tvöfaldar dyr að veitingahúsinu (svona dyr sem flygsast og þarf bara að ganga á til að opna) Myndavélin fylgir honum eftir þegar hann fer í gegnum veitingastaðinn og fólk heyrist tala saman og hlæja, hann setur bakkan á borð þar sem par talar saman og hlær þau eru greinilega á stefnumóti. Mýndavélin er fyrir framan hann þegar hann fer til baka og við heyrum rödd kalla á hann:
-Gaui!
-Kalli, blessaður maður.
Hey, þú ert ekki með slaufu maður.
-Já ég veit en ég var…
-Það skiptir engu ég er með auka slaufu.
Kalli fer í vasa sinn og dregur upp bláa slaufu með hringmunstri. Myndavélin fer frá þeim og í gegnum staðinn aftur og út um aðaldyrnar og að flottum bíl sem er staðsettur beint fyrir framan staðinn.
(exodus með lords of the undrground spilar í gegnum senuna) Fjórir menn, allir vel klæddir ganga út úr bílnum, fyrstur er stór rumur sem virkar eins og lífvörður, hann keyrir. Farþega megin er lítill maður með kúluhatt og er í gamaldags jakkafötum með vesti, úr og allan pakkann. Þá stígur út veraldsvanur maður, svona gaur sem maður tekur ekki eftir en kann á allt og leggur hart að sér. Seinastur út er höfuðpaurinn cirka sextugur maður með hvítt skegg og staf með ljónshaus fyrir hald, lífvörðurinn heldur regnhlíf yfir honum því það rignir enn. (helst allt í slow motion). Þeir ganga beint inn á staðinn (það stendur ávaxtabarinn á skiltinu fyrir ofan dyrnar), þó það sé röð inn og dyravörðurinn heilsar þeim. (lagið hættir). Þegar þeir koma inn á staðinn þá stoppa þeir í dyrunum og allir hætta að tala í cirka tvær sekúndur en þegar þeir ganga áfram að borðinu sínu þá halda allir áfram að tala. Þeir kalla á þjón, Gaui kemur.
-Get ég aðstoðað ykkur?
Gaui horfir á virðulega mannin í smá stund og hann á móti virðulegi maðurinn blikkar hann, Gauja líður greinilega illa.
Sá litli talar fyrir allan hópinn. Samskipti þeirra eru formleg og stíf.
-Hvar er þjónninn sem er vanalega hérna?
-Hann fékk stöðuhækkun.
-Ætli þú dugir ekki en hlustaðu núna og hlustaðu vel því ég segji þetta bara einu sinni og ef þú nærð þessu ekki rétt þá get ég komið því fyrir að þú verðir rekinn. Við ætlum að fá einn stóran bjór, Hennessy í kók, tvöfaldann whiskey og gin og tónik.
Gauji skrifar ekkert niður en kinkar kolli og snýst um hæl. Við höldum okkur við herramennina á borðinu (héðan í frá þegar allir fjórir eru nefndir þá verða þeir kallaðir herramennirnir). Sá stutti talar enn:
-Hvernig eigum við að geta framkvæmt verkið þegar okkur vantar einn?
Sá veraldsvani talar:
-Toggi hefur rétt fyrir sér, eftir að Siggi ehh…
Hann hugsar sig um og lítur í kringum sig.
-…komst í kast við lögin þurfum við fjórða mann í verkið.
Kyrrmyndir eru sýndar hratt þar sem við sjáum kraftmikinn og stóran mann rífast við konu sína, hún hendir honum út, hann keyrir í burtu og fer inn á bar og keyrir svo og drekkur í einu. Löggan stöðvar hann og hann sést kýla lögguna.
Leiðtogi hópsins talar og þeir hlusta allir vel, þeir bera greinilega mikla virðingu fyrir þessum manni. Hann talar hægt og virðulega eins og hann eigi allan tíman í heiminum til að segja þessa einu setningu.
-Ég hef ákveðin mann í verkið, hann er nýr en ég þekki fjölskyldu hans og hvernig í pottinn er búið þar svo…
Hann tekur upp mjótt sígarettu box og opnar það, allt ofurhægt hann, það eru vindlingar í því mjóir og langir. Hann tekur einn lífvörðurinn sem situr hlíðin á honum kveikir í fyrir hann. Virðulegi maðurinn púar á vindlinum þanagð til það logar vel.
-…það er hægt að treysta honum.
Togga er brugðið og hann talar hratt og óörugglega.
-Hver er þetta, einhver sem við þekkjum?
-Já, hann er hérna núna.
Toggi lítur í kringum sig og allir hinir líka.
-Hvar er hann?
Gauji kemur að borðinu með hárréttu drykkina. Virðulegi maðurinn hallar sé aftur og spúir reyk beint upp í loftið.
-Oft þá er talað um illan…
Gauji réttir öllum drykkina eins og hann hafi ályktað hver fengi hvað og enginn tekur eftir því. Þá segir hann eins og hann þekki þann virðulega nokkuð vel.
-Hvað sagðirðu Herra Ármann?
Myndin fer í móðu og við sjáum röð mynda spólað áfram, Gauji er í krikju (grátandi eða leiður) og hendi með hring á litla putta er lögð á öxlina á honum.
Inn í bíl herramannana. Kvöld.
Gauji keyrir þar sem hann er sá eini sem er ekki búinn að drekka. Lífvörðurinn situr í farþega sætinu og Herra Ármann er í mðjunni aftur í. Skptir engu hvernig þetta er sett up annars. Lífvörðurinn segir honum til vegar:
-Beygðu til vinsri hér, og keyrðu þessa götu út í enda.
Annars segir enginn neitt. Allir eru nokkuð órólegir nema Herra Ármann sem er sallarólegur og flautar eitthvað lag. Dyravörðurinn bendir.
-Stöðvaðu bílinn hér.
Gauji leggur í enda götunnar og stígur út úr bílnum, hann veit ekki hvert hann á að fara svo hann bíður. Lífvörðurinn opnar fyrir hinum og þeir fara allir út, Herra Ármann síðastur. Þeir ganga að niðurbrotnu og frekar líflausu húsi. Gluggar í kjallaranum eru brotnir og hurðinn er á hjörum. Lífvörðurinn fer fyrst inn og Ármann síðastur. Þeir fara upp á aðra hæð. Inn í herbergi sem er örlítið hreinna en restin af húsinu. Það eru tvö herbergi, eldhús sem hefur greinilega aldrei verið notað, herbergi sem er ætlað sem svefnherbergi en það er ekkert inn í því. Síðan er drulluskítugt klósett og eitt nokkurn veginn aðalherbergi þar sem einum sófa er stillt fyrir framan sjónvarp og borð með fimm stólum í kringum. Á borðinu er einhveskonar kort af húsi, einhverjum stað. Gauji sest við borðið og skoðar kortið og segjir upphátt þó hann haldi það sé með sjálfum sér:
-Þetta er ávaxtabarinn!!
Herra Ármann klappar honum á kollinn og segir:
-Það er rétt strákur, þú veist kannski leyndarmál staðarins eins og hvar penigarnir eru geymdir og annað.
-Ég get ekki sagt ykkur þau, pabbi átti staðinn.
-Átti, strákur, átti er lykilorð í þessari setningu. Hver varð til þess að pabbi þinn hvarf?
Andlit, Gauja fyllir skjáinn og fer í móðu en annað andlit kemur í staðinn, svona eins og tuttugu árum eldra og öðruvísi. Eftrifarandi sena er öll í svona silent movie stíl allt sem er sagt kemur upp á skjánum eftir á o.sfrv. Það væri mjög flott ef hún væri svarthvít líka en… –allt sem er í svona kassa á að koma á skjánum-
Andlit föður Gauja fyllir skjáinn. Hann situr einn inn á ávaxtabarnum, það er allt einhvern veginn tómt, engir dúkar á borðunum og ekkert líf (dramtísk ljós). -Bank bank-. Hann stendur upp og opnar hurðina. Tveir menn í jakkafötum og með hatta, stafa og allan pakkann koma inn. Þeir setjast við borð og tala eitthvað saman (ekkert heyrist). Þeir taka upp skjalatösku og rétta honum. Hann snýr henni við og opnar hana, hún er full af peningum. Hann hristir hasunum og rekur þá út og er mjög reiður.
Þeir hröklast út og við sjáum þá fara út um dyrnar. Myndavélin heldur áfram á dyrunum og það skiptist svona hægt yfir á aðra mynd á sama sjónarhorni þar sem pabbi Gauja er að loka og það er miði á hurðinni þar sem á stendur: Útburður.
Heima hjá Gauja um nótt. Enn í tallausu myndinni.
Pabbi gauja situr einn inn í eldhúsinu hann heldur um whiskey glas og sturtar því í sig. Þá stendur hann upp og gengur uppgefinn inn í herbergi þar sem gauji sefur og það leiðir inn að svölunum. Hann segir –Bless Gauji-, réttir út hendurnar og myndavélin færist af honum og að gauja sem er sofandi. Andlitið á honum fyllir út í skjáinn og hann opnar augun skjótt. Andlitið á honum fer í móðu og birtist aftur í nútímanum.
Fyrir þá sem nenntu að lesa allt: Takk
!shamoa maaphukka!