Ég er leikstjóri Fylkis trílógíunnar meðal annars Fylkið: Byltingar sem er
væntanleg hér á huga mars eða apríl og er síðasta mynd þríleiksins.
Tökur hófust fyrir 5 dögum, 18.janúar 2004.

Aðalleikendur:
Þorsteinn Vilhjálmsson (aðalhandritshöfundur, aðstoðarleikstjóri,
framleiðandi, leikari)
Steinunn Harðardóttir (leikari)
Sindri Gretarsson (ég: leikstjóri, aðstoð við handritsskrifun, framleiðandi,
klippari, leikari og myndatökustjórnandi)
Darri Kristmundsson (aðstoð við handritsskrifun, leikari og framleiðandi)
Þór Þorsteinsson (framleiðandi, hljóðklippari, leikari og leikarastjóri)
Gunnar Anton Guðmundsson (leikari)
Jón Ingi Stefánsson (leikari)
Nökkvi Jarl Bjarnason (leikari)

Áætluð lengd myndar er upp í 50-60 mínútur. Byrjað var að skrifa
handritið 21.september 2003 og var klárað 17.janúar 2004 en hefur verið
undir smá breytingum síðan. Handritið er 23 blaðsíður og allir þeir sem
unnu á forverunum eru sammála að þessi verður frábær mynd. Allir þið
hugarar fáið náttúrulega að sjá hana. Við reynum að seta hana á dvix fyrir
ykkur. Bætt hefur verið hljóðið sem margir kvörtuðu um. Klippingin er
betri, og hasarinn mun, muuuun meir Over-Hyped :) Myndin er gerð af
8undu Heimsálfunni í samstarfi við vini okkar í Börnum Sólarinnar. Myndir
beggja hópa eru hér á kvikmyndagerð.


Eftirfarandi er eftir annan leikstjóra myndanna, aðalhandritshöfundar og
leikara, shelob á huga.


Þann 21. sept. 2003 var byrjað á handriti næstu myndar 8undu
Heimsálfunnar, FYLKIÐ BYLTINGAR. Fyrir það héldum við að sú mynd
mundi líklega aldrei koma út, eftir fyrri myndina, FYLKIÐ ENDURHLAÐIÐ,
sem er nú hér á huga, enda var sú framleiðsla löng og erfið, þótt ótrúlegt
megi virðast.

En við þotulið myndanna hittumst einn daginn fyrir utan MR af ástæðum
sem ég man ekki hverjar voru, og hugmyndirnar byrjuðu að fljúga úr okkur
um gerð myndarinnar, hvernig karakterarnir mundu haga sér, hvað þyrfti
að laga, hvað við gátum gert betur, o.fl. o.fl. Fór ég heim og byrjaði á
handriti.

Fyrri myndin hafði varla neitt sem kallast gat handrit, bara samtalsblað,
skrifað í Word á versta hátt. Nú hafði ég uppgötvað handritsskrifunarforritið
Sophocles, og þótti ansi gaman að læra á það, og notaði tækifærið.

Ekki er hægt að segja að þróun handritsins hafi verið eðlileg, því að farið
var í hringi með ýmislegt. Það tók langan tíma að koma sér upp upphafi og
endi, læra um handritsskrifun af netinu og fylgja þeim reglum sem þar eru
settar, horfa á myndir frá sjónarmiði handritshöfunds og sjá hvað virkar og
hvað ekki. Handritsskrifunarferlið og ‘Pre-Production’ yfirleitt tók fjóra
mánuði alls.

Ég ætla alls ekki að reyna að segja að ég sé einhver sérfræðingur í þessu,
enda er ég það alls ekki, en tillögur frá einhverjum óreyndum eru oft
auðskildari en annarra, svo ég ætla að reyna að setja fram nokkra hluti
sem ég hef komist að því að reynist vel.

Eitt sem er mikilvægt: Maður á aldrei að lengja handrit af ástæðulausu.
Handrit á alltaf að vera eins stutt og það mögulega getur verið án þess að
tapa söguþræðinum. Ef það er hugsanlega mögulegt að sleppa því, gerðu
það. Sama hversu vel það er skrifað, ef það hefur engan tilgang þá skaltu
annaðhvort sleppa því eða gefa því tilgang. Less is more, eins og sagt er í
útlandinu.

Ef sena er of löng, þá verður hún líklega leiðinleg. Sumar myndir gera að
sjálfsögðu undantekningu á þessu, halda við löngum senum og halda
spennu, og það sést nefnilega líka þegar senur eru of stuttar, og þykir
slæmt. Þetta er þunn lína, en eftir mikið gláp á kvikmyndir er maður
byrjaður að þrælþekkja hana. Það er annað gott ráð fyrir alla sem hafa
áhuga á kvikmyndagerð: Horfa á fleiri myndir, og mismunandi myndir.

Eitt ráð: Aldrei búast við gáfum eða skynsemi frá áhorfendum. Það þarf
yfirleitt að útskýra hluti mjög vel til að meðalmaðurinn fatti það sem gengur
á, og þetta er gryfja sem margir handritshöfundar falla í, þeir gjörþekkja
söguna og geta ekki sett sig í það hugarfar að maður viti ekkert hvað er að
gerast. Þetta er svo sannarlega vandamál með mig, meðal annars.

Svo er náttúrulega alltaf góð hugmynd að meðan maður er að velta þvi
fyrir sér hvort maður sé nógu góður til að vera að þessu, að hugsa
einfaldlega: ‘Ég er a.m.k. betri en George Lucas.’ Muna þetta.

Nú þegar handritið er að mestu leiti tilbúið, 24 bls., höfum við þegar
reddað míkrófón sem svínvirkar svo hljóð ætti ekki að verða vandamál, við
höfum reddað frábærum leikurum og svo erum við staðráðnir í að leggja
okkur alla fram í þetta sinn. Hvað getur maður beðið um fleira?

Og svo ein spurning í endann, munduð þið hafa áhuga á að sjá þessa
mynd þegar hún kemur?