Gerð myndarinnar "Verulega Villtir" Þetta er fyrsta stuttmyndin sem við gerðum.
Við vorum að horfa á kvikmyndina three amigos þegar við tókum eftir bakrunninum og sögðum að við gætum eflaust gert svipað þessu.
Svo þegar leikstjórinn var í stuttmyndaáfanga í skólanum þá ákvað hann að gera þessa mynda, verulega Villtir.
Handritinu var komið saman og við ákváðum að ég og félagi okkar skyldum leika. Ég lagði af stað til að redda þeim hlutum sem vantaði. S.s húsnæði, litum og þess háttar.
Húsnæðið fengum við að láni hjá orkuveitu Reykjavíkur og nokkrum kvöldum fyrir upptökur í skjóli myrkurs stukkum við ásamt nokkrum félögum niður í nauthólsvík og fengum ?lánaðan? sand.
Þetta var það næsta sem við komumst gulum sandi.
Bakrunnurinn var svo málaður í hitakompunni hjá mér á tvö lök sem voru saumuð saman, uppgvötuðum við eftir á að við höfðum málað gólfið líka.

Myndin var tekinn upp á tveimur dögum, við notuðum bara mic-inn á myndavélinni (Mistök) og tvo spotlight kastara.

Seinni daginn sem við tókum upp var rok mikið og tökustaðurinn sem var stór skemma var með stórri járn hurð og það glamraði all svakalega í henni, auk þess að við uppgvötuðum það eftir á að bergmálið var frekar mikið.

Eitt atriði komst í ekki í lokaútgáfuna og það var þegar leikararnir voru hífðir upp í þyrluna, atriðið var of langdregið.

Við vorum einnig tjóðraðir niður því við gátum ekki skipt um sjónarhorn því tjaldið í bakrunn rétt fyllti út rammann og ég varð meira að segja að crop-a myndina svolítið áður en ég færði hana yfir á tölvutækt form.

Hljóðið er algjört crap í myndinni, ég náði að hreinsa það pínulítið upp en ekki mikið.
Mynd gæðin eru ekki heldur neitt spes, því myndin var tekin upp á analog, færð yfir á stafrænt, svo aftur á analog, stafrænu eintökin týndust svo ég varð að færa aftur frá analog yfir á stafrænt með tilheyrandi minnkun á gæðum.

En við félagarnir erum ágætlega sáttir við þessa mynd því þetta var okkar fyrsta stuttmynd.
Við lærðum við margt af henni. T.d hve mikilvægt er að vera með lausann mic og bómu.

Endilega komið með einhver comment :)

Kv.
Fixiste & Kal-el