Geðheilsa Líklega gæti hugsast að titill þessarar GREINAR (plís, stjórnendur, plís ;D) gæti átt við þau geðrænu vandamál sem koma upp þegar maður er að reyna að gera kvikmynd en ekkert virðist ætla að ganga upp, en svo er ekki. Ég ætla að skrifa um tvennt, kvikmynd sem ég átti þátt að og handrit sem ég skrifaði að örstuttmynd sem mun bera heitið Geðheilsa.

Nýlega lukum ég og vinir mínir við gerð myndar fyrir Íslenskuverkefni (stuttmynd úr fyrstu fjórum köflum Fóstbræðra sögu). Myndin var sýnd í tíma nú á föstudaginn við góðar undirtektir (auðvelt að segja það, en ekki hægt að búast við því að fólk trúi því). Myndin er blanda af alvöru, léttu gríni, og þvílíku rugli að áður fyrr hefur aldrei þekkst.
Myndin er rétt undir 12 mínútum og hefur verið um það bil mánuð í vinnslu (og meira en 50 klst. vinna lögð í hana, og eyddum við meðal annars 15 klst. samfleytt í tökur og klippingar (frá 15:00 til 6:00 næsta morgunn)).

Mjög líklegt er að myndin verði send inn á Huga einhvern tíma fljótlega, vonandi rétt eftir próf.


En að handritinu:

Þetta handrit þróaðist út frá einni hugmynd minni um atriði sem að mér fannst nokkuð flott og langaði til að vinna út frá. Ég hef enga fyrri reynslu af handritsgerð og langar mig að vita hvað ykkur finnst.


Handrit að stuttmyndinni
“Geðheilsa”

Aðalpersóna: Andri

Aðrar persónur:
Blóðugt lík í baðkari
Rúntari
Ógnvænleg vera


Byrjunarcredits:

Byrjunarkredits eru ofan á videoi sem að er tekið inni á baði af hurðinni. Það er mjög dimmt, næstum alveg svart. Rétt eftir að credits hætta opnar Andri hurðina og gengur inn.

Fyrsta atriði
Andri gengur inn, kveikir ljósin og fer að vaskinum. Hann tekur upp tannbursta, setur tannkrem á, smá vatn og byrjar að bursta í sér tennurnar. Skolar. Horfir á sig í speglinum.
Hvítt flass.
Hann sér lík í baðkarinu í speglinum, snýr sér snöggt við en það er ekkert í baðkarinu. Gengur hægt í átt að baðkarinu, hallar sér yfir kantinn. Blóðug hönd skýst að hálsinum á Andra og nær taki. Andri grípur um höndina og nær að losa takið en fellur svo í gólfið.
Hann stendur hægt upp og bakkar frá baðkarinu. Það er ekkert þar. Hann þreifar á hálsinum með hægri hendi og finnur blóð.
Dauðhræddur hleypur hann út úr herberginu og niður stigann.

Annað atriði
Andri hleypur niður stigann og staðnæmist við spegilinn. Hann hallar bakinu að speglinum og lítur niður. Hann hallar höfðinu hratt að speglinum.
Hvítt flass.
Andri fellur í gegnum spegilinn. Hann situr á gólfinu. Hann lítur hratt til hægri og svo til vinstri. Speglaveröldin er myrk og óhugnanleg.
Hvítt flass.
Andri er aftur kominn yfir í hina venjulegu veröld.

Þriðja atriði
Hann stendur upp og hleypur í andyrið. Hann flýtir sér í útiskóna og skýst út. Hann hleypur fyrir hornið og út á götu. Bíll á litlum hraða klessir létt á hann (“hornið” á bílnum). Andri fellur í götuna og rúllar smá. Bílstjórinn opnar hurðina og stígur út úr bílnum. Hann spyr hvort sé í lagi með hann. Andri lítur á hann….
Hvítt flass.
Bílstjórinn er orðinn fölur á lit og með hnífsskoru í enninu. Hann heldur á hníf í hægri hendi. Andri stendur upp/bakkar frá bílstjóranum og hleypur svo í burtu. Andri dettur í grasinu og særist á fæti. Hann reynir að standa upp en sársaukinn er of mikill. Hann opnar augun og sér hvar ógnvænleg vera með hníf í hendi nálgast hann. Andri reynir að standa upp aftur en fellur strax aftur. Andri fylgist dauðhræddur með þegar veran nálgast hann hægt og rólega. Hann grætur.
Mynd feidar út.

Credits

Þesii flöss í handritinu eru upphugsuð eins og í leiknum Eternal Darkness fyrir Gamecube, nema hvað að þá komu þau á eftir geðveikisköstum en ekki bæði fyrir og eftir.

Ég veit að ég mun eiga nokkuð erfitt með að láta Andra falla í gegnum spegilinn, en ég er með hugmynd um hvernig ég færi að því í After Effects.