Sæl/l,
Það er sunnudagskvöld og ekkert að gera, og allt í einu man ég eftir því þegar ég og hópur af fallegu fólki ötluðum að gera bíómynd eftir mínu handriti. Ég var með 233Mhz tölvu inni hjá mér og Windows 95, og það var Word á henni. Eitt fimmtudagskvöldið byrjaði ég að skrifa handrit af sögu. Ég var undir miklum áhrifum frá Tvíhöfða á þessum tímum og ákvað að skýra bókina (sem varð seinna bara kvikmynd) “Klóakrotta 2339”. Ég talaði við vin minn, Halldór, sem átti Videocameru og spurði ég hann hvort hann vildi ekki koma með mér í þessa för, hann auðvitað vildi það.
Þetta var árið 2001 og vorum við báðir nýbakaðir fermingardrengir. Lífið blasti við í allri sinni dýrð og sorg. Ég kláraði að skrifa handritið, sem í stuttu máli fjallaði um þrjá drengi sem berjast þurftu við hinn illa Fubardi og aðstoðar mann hans Mikalangelo. Og svo smöluðum við saman liði af (eins og áður sagði) fallegu fólki, og vorum við ekki lengi að koma okkur saman. Við hittumst í skólanum og tókum upp byrjunar atriðið í áburðarverksmiðjunni hér í Grafarvogi, áburðarverksmiðjan átti að vera höll eða heimili hins illa Fubardi. Það kom ansi vel út á mynd, og reykurinn og veggurinn sem sprungið hafði í sprengingunni nokkrum dögum áður pössuðu alveg við það sem ég hafði hugsað mér.
Fyrsta kvöldið tókum við upp nokkrar senur, þar má m.a. nefna fyrsta atriðið þegar drengirnir þrír (leiknir af Daníeli, Jóni og Arnari) hlupu út úr höll Fubardis. Það var frekar erfitt að plata mennina sem voru á vakt þarna í áburðarverksmiðjunni til að opna hliðið, en það hafðist. Við þá löbbuðum upp í enda Rimahverfisins, þar sem við tókum upp svakalegt atriði þar sem vítisvélar á borð við flugelda komu við sögu. Það var allsvakalegt, því við áttum bara einn flugeld, og ef drengirnir myndi fara að hlæja, sem var frekar líklegt, myndi atriðið ekki gagnast okkur. En allavega þá vorum við þarna að taka upp atriði þar sem Mikalangelo sér drengina hlaupa burt frá höll fubardis og kastar á eftir þeim sprengju. Á þessum tíma í myndinni vissi áhorfandinn ekki neitt hvaðan þessir drengir komu né hversvegna þeir voru að flýja burt frá höllini. En það kemur brátt í ljós. Drengirnir voru þrælar, en lögðu á ráðin um að flýja, þeir komast inn í skóga Malasíu þar sem þeir hitta dverg sem leiðir þá í gegn, og inn í þorpið Jukunaha þar sem móðir drengjana býr. Á leiðinni lenda þeir í miklum ævintýrum eins og þegar þeir hitta klóakrottur tvær sem heita Garwin og Burdie. Nafn myndarinnar er tekin af þeim þar sem þeir sýnast góðir í fyrstu, en svo kemur í ljós að þeir eru útsendarar Fubardi og ná þeir með klókindum að drepa einn drenginn, hann Júlíus.
Drengirnir tveir ásamt dvergnum komast til Jukunaha en þar bíður Rúdí Föller þeirra með mottuna sína (Já, ég veit!) og tekur þá. Myndin endar þannig, og því miður komust ekki allir leikarnarnir að því hætt var við framleiðslu. Fylgdarlið okkar var álíka stórt og stjórnendurnir á Half-Life áhugamálinu, og aðeins 9 komust að, af 17.
Myndin komst aldrei á spólu, og var örugglega tekið yfir hana þegar eigandi myndavélarinnar tók upp þáttinn “Freaky Peaky” þar sem ég og hann tókum upp fólk sem var annaðhvort stórundarlegt eða ósköp venjulegt og vildi vera stórundarlegt.
Ég vil samt þakka Alexi, Snorra og öllum hinum sem léku ekki, leikstýrðu ekki né tóku upp, fyrir að vera þarna. Þeir sem léku voru Daníel, Arnar, Jón, Hrannar, Halldór, Arnór og John Dalton.
Kv,
<a href=“mailto:hrannar@bjossi.is”>HrannarM</a