Einn reyndasti tölvukvikari heims með fyrirlestur
Bandaríkjamaðurinn Kyle Balda mun halda fyrirlestur um tölvukvikun
(computer animation) í kvikmyndum á Nordica Hóteli í Reykjavík.
Fyrirlesturinn er opinn öllum sem áhuga hafa á hreyfimyndagerð,
kvikmyndagerð og tölvuvinnslu fyrir þær.
Kyle Balda vann lengi bæði hjá Pixar og Idustrial Lights and Magic (ILM),
fyrirtæki George Lucas. Hjá Pixar vann Kyle sem leikstjóri kvikunar á Toy
Story 2 og sem kvikari í myndunum Monsters Inc. og Bugs Life. Hjá ILM vann
hann sem yfirmaður kvikunar og kvikari við m.a. Mars Attacks, Jumanji, The
Mask og The Flinstones. Að auki vann hann hjá Weta Digital Effects,
kvikmyndabrellufyrirtækinu á Nýja-Sjálandi sem Peter Jackson leikstjóri
stofnaði og vann allar brellur m.a. í Hringadrottinsögu.
Á fyrirlestrinum mun Kyle fara í gegnum helstu hugmyndafræði við
hreyfimyndagerð, ásamt því að fara í gegnum notkun tölvu við gerð brellna í
kvikmyndum. Hann mun sýna og fara í gegnum senur úr heimsþekktum myndum sem
hann hefur unnið við og segja frá tilurð þeirra og hvernig þær voru gerðar.
Fyrirlesturinn er ætlaður kvikmyndagerðarfólki, áhugamönnum um kvikmynda-
og hreyfimyndagerð og öðrum sem áhuga hafa á iðnaðinum.
Kyle Balda er ráðgjafi og kennari í kvikun og búsettur í Evrópu og kemur
til Íslands í boði CAOZ hf í samvinnu við Margmiðlunarskóla Iðnskólans.
CAOZ framleiddi fyrstu íslensku tölvugerðu teiknimyndina um Litlu lirfuna
ljótu og vinnur nú að næstu mynd sem ber heitið Anna og skapsveiflurnar þar
sem heimsþekktir listamenn á borð við Julian Nott, Terry Jones, SJÓN, Damon
Albarn og Björk koma við sögu.
Fyrirlesturinn verður á Nordica Hótel, fimmtudaginn 11. desember kl. 16 ?
18 og léttar veitingar verða í boði eftir fyrirlesturinn. Skráning og
frekari upplýsingar eru á www.caoz.is/balda