Heilir og sælir hugarar.
Fæstir gera sér grein fyrir hversu mikið mál það er í raun og veru að framleiða stuttmynd sem eitthvað er lagt í. Það eru ótal hlutir sem hafa ber í huga fyrir tökur, á meðan tökur standa yfir og í eftirvinnslu.
Hér fyrir neðan ætla ég að snerta á nokkrum þáttum sem ber að hafa í huga þegar stuttmynd er gerð, allt frá forvinnslu til eftirvinnslu. Þar sem að þetta verður nokkuð yfirgripsmikill texti mun æeg skipta þessu niður í þrjár greinar sem hver og ein tekur á einum þætti í ferli stuttmyndagerðarinnar. Í fyrsta partinum mun ég skoða forvinnslu.
—– Fyrir tökur ——
Handrit:::
Handritið er þungamiðja alls þess sem á eftir fylgir. Handritið er sú saga sem þú vilt segja og hún er líka teikning af því hvernig þú vilt segja hana. Án góðs handrits verður allt sem eftir fylgir aldrei nógu gott og því er ekki hægt að undirstrika nógu vel hversu mikilvægt það er.
Stuttmyndagerðarmenn geta leift sér þann munað að leika sér með uppbyggingu kvikmynda og form þeirra. Ef þú gerir kvikmynd í fullri lengd ertu fjötraður að vissu marki mið standard uppbyggingu kvikmynda með sinni þriggja þátta uppbyggingu og fremur hefðbudninni söguframvindu (jafnvel kvikmyndir eins og Memento og Pulp Fiction fylgdu þessum grunnreglum þrátt fyrir að hafa þverbrotið aðrar).
Stuttmyndin hefur þann kost að vera, jú, stutt og þar af leiðandi þarf kvikmyndagerðarmaðurinn að hafa minni áhyggjur af því að halda athygli áhorfandans í lengri tíma og hefur því fríar hendur til að missa sig í listrænar pælingar og gjörfórna öllum uppbyggingalegum reglum og er það frábær skóli að því leitinu til að þú lærir akkúrat hversu langt maður má fara með formið áður en maður missir tökin og hvað virkar og hvað virkar ekki.
Æskilegt er fyrir þá sem stefna á frekari frama í kvikmyndagerð að læra að skrifa í stöðluðu handritsformi því að starfandi kvikmyndagðerarmenn eru tjóðraðir við þann staðal. Vissulega er þessi staðall heldur óvenjulegur og virðist við fyrstu sýn fremur geldur en því fyrr sem maður fer að nota hann því fyrr lærir maður að notfæra sér hann. ágætis grein um þetta staðlaða form má finna á vefsvæðinu: http://simplyscripts.com/format.html
Besti skólinn er samt að komast yfir handrit af kvikmyndum sem þér fannst merkilegar eða vel skrifaðar og skoða þau. Sjá hvernig höfundurinn skrifaði ákveðna senu og horfa síðan á hana og sjá hvernig hún breitist frá textanum yfir í kvikmynd. Ef vel er gáð ætti að vera nokkuð auðvelt að finna gagnagrunna með eldri handritum.
Storyboard:::
Lang flestir kvikmyndagerðarmenn nota svokölluð storyboard við forvinnslu og tökur kvikmynda. Storyboard eru nokkurskonar myndræn lýsing á handritinu. þ.e. ýmsar flókknar uppsetningar og myndavélahreyfingar eru teiknaðar upp í ramma sem samsvara kvikmyndaramma og eru þessar teikningar notaðar sem viðmið þegar farið er í tökur. Uppsetningin á þessum teiknuðu römmum er ekki ósvipuð og í myndasögum en þó mæli ég með því að fólk naí sér í ýtarefni um gerð storyboarda til þess að ná sem mestu út úr þessari tækni.
Val á upptökuformi:::
Val á upptökuformi fer bæði eftir því hverju þú leitar eftir útlitslega og hversu mikla peninga þú hefur úr að moða.
Ég geri ráð fyrir því að flesir hérna inni hafu mjög takmörkuð fjálrög þannig að fyrsta val mundi vera miniDV upptökuformið sem ég mun héðan í frá stytta í DV.
DV hefur þann kost að vera fremur meðfærilegt form sem auðvelt er að nálgast auk þess sem flestar nýlegar DV vélar hafa firewire tengi sem geriri þeim kleift að beintengjast við tölvur. Þannig er mjög auðvelt að koma því sem upp hefur verið tekið inn í tölvu til klippingar og síðan af tölvunni yfir á annað teip þegar eftirvinnslu er lokið.
miniDV hefur samt sína galla. Þær myndavélar sem eru í verðflokki flestra eru enganvegin nógu góðar til að ná fram viðunandi myndgæðum og ráða þær fæstar við léleg birtuskilyrði og eru með lítt styllanlegum myndbreitimöguleikum.
Gæðin verða ekki viðunandi fyrr en maður er kominn í þriggja myndflögu hópinn. (Lang flestar DV myndavélar innihalda annaðhvort 1 eða 3 myndkubba eða CCD kubba en þeir ákvarða upptökuupplausn og litaúrvinnslu vélarinnar). Góðar vélar í þriggja kubba hópnum eru m.a. Sony DSR-PD150p , Canon XL1s (og litli bróðir hennar, Canon XM2), Sony VX2000 og hin splunkunýja og jafnfram best tækjum búna Panasonic DVX100 sem hönnuð er sérstaklega með sjálfstæða kvikmyndagerð í huga.
Hentugt getur verið að vega og meta upptökumöguleika þína á meðan handritið er skirfað því að það eru einfaldlega margir hlutir sem mögulegir eru á filmu en eru fullkomlega ómögulegir á DV myndavélum þrátt fyrir mikla framþróun á því sviði.
Samstarfsfólk og leikarar:::
Það síðasta sem þú vilt gera er að lenda í því að þurfa að gera allt sjálfur og því er mikilvægt að ná sér í gott samstarfsfólk sem hefur einhverja reynslu á sínu sviði en er þó tilbúið að vinna fyrir hugsjónina og/eða nokkra tíkalla eða gylliboð um pizzaveislur að tökum loknum. Mikilvægt er að hafa góðan tökumann (ekki verra ef hann á góða myndavél sem hann kann vel á til afnota). Gott er að tökumaðurinn hafi líka einhverja reynslu af því að lýsa senur því að mikið atriði er að hafa góða stjórn á lýsingunni í öllum uppteknum miðlum og þá sérstaklega kvikmyndagerð (verður farið betur í þessi efní í næsta hluta) og hjálpar mikið ef að tökumaðurinn er vanur.
Annars er líka mikilvægt að hafa hljóðmann, hugsanlega einhvern sem sér um förðun og hár, ljósamann (ef að þið hafið þann lúzus að geta náð ykkur í einn slíkaan á niðursettu verði) og mikilvægast er að hafa einhvern til að framleiða myndina fyrir þig og/eða aðstoðarleikstjóra því að það munu alltaf koma upp hnökrar og vesen og því gott að hafa einhvern sem tilbúinn er í að vinna úr slíkum flækjum. Og númer eitt, tvö og þrjú að hafa einhvern með bílpróf sem hefur alltaf aðgang að bíl. Trúið mér, það er mikilvægt.
Annar útbúnaður:::
Nauðsynlegt er að búa þannig um hnútanna að þú hafir aðgang að mest basic útbúnaði. En það innihekdur meðal annars góðan þrífót, einhverja ljóskastara, góðan “boom” mike, helst sem hægt er að miða. hugsanlega einhverskonar Dolly unit ef að myndin kallar á slíkt en það er hægt að smíða þannig á frekar ódýran máta með efnivið úr Húsamsiðjunni eða Byko. Nóg af allskonar köpplum, clapboardi (svona dót sem smellt er saman þegar sagt er galdaorðið: “action”) sem bæði er nauðsynlegt til að greina í sundur tökunúmer og syncha hljóð og mynd saman (þ.e. ef þú tekur hljóðið upp á aðra græju en kameruna þína.
Það er ábyggilega eitthvað sem ég hef gleymt í þessari grein eða ekki vitað af og mun reyna eftir bestu getu að bæta inn á listann í svaradálknum hér fyrir neðan og er ykkur velkomið að bæta við ykkar uppástungum eða koma með spurningar þar.
Ég þakka fyrir mig í bili en fljótlega sný ég aftur með samskonar lista sem nær yfir tökutímann.