Ég er ekki að neita því að þessir hlutir eigi ekki heima í íslenskri kvikmyndagerð, ekki á nokkurn hátt, þeir gerðu það tildæmis mjög vel í 101 reykjavík, stuttmynd kvikmynda skólans frá '00 kom því líka mjög vel frá sér.
En t.d í íslensku umhverfi er einstaklega lítið um byssur. t.d það eitt að fá leyfi til að munda skammbyssu á íslandi er ekki auðvelt, fyrst byssuleyfi, svo bíða í ár, svo við bót við byssu leyfi og svo aftur bið í ár uns hægt er að taka skammbyssu leyfir fyrir ólympíska skotfimi.
Svo lítur það sjaldan vel út þegar einstaklingar eru að leika langt yfir sig. ég hef þó séð nokkur dæmi og ég er ekki á nokkurn hátt að alhæfa eitthvað, það gæti jú vel verið að ég sé þröngsýnn á þetta en lítið bara á íslenskar kvikmyndir. Það hafa mjög fáar komist eitthvað áfram annarstaðar í heiminum og myndir sem byggjast upp á dópi og ofbeldi ganga hreint ekki á íslenskum markaði, nefni blossa sem dæmi.
Berstu íslensku kvikmyndirnar bera með sér ævintýrablæ um heima annahvort inn í hausum persónanna eða einkennilega heim sem er í raunveruleikanum, “Börn náttúrunnar, 101 reykjavík og Englar alheimsins.”
Ég skil ykkar sjónarmið fullkomlega, ég var með svipaðar hugmyndir á ykkar aldri, og það er svosem gott að ráðast í verkefni sem eru manni ofviða eða eru eitthvað stórt, eitthvað mikið, þó það verði ekki fullkominn kvikmynd þá lærir maður ótæplega af því en inn á milli er gott að setjast niður og taka því rólega, gera einfaldar, stuttar myndir.
p.s
Allar stuttmyndir eru stuttar, nema þær sér komnar yfir 70 mín, þá er það kvikmynd í fullri lengd. (Mitt álit á stuttmynd)
Aldur þeirra sem eru viðriðnir myndirnar skipta engu máli nema þegar kemur að peningamálum og styrkjasöfnun. Ég tel nú ekki að þetta verkefni hafi verið “of stórt” fyrir okkur, það tókst miklu betur en við bjuggumst upprunalega við. Markmiðið náðist, að skemmta sjálfum okkur og vonandi einhverjum völdum öðrum.
Ef þú varst að tala um næstu mynd, sem Cid talaði hér um, þá getum við alveg gert langar myndir… við mundum bara þurfa langan tíma til að gera þær. Og við erum ungir, við erum sjálfstæðir og lausir við samninga og við höfum eldmóð æskunnar. Við höfum allann þann tíma sem við þurfum. :)
Kvikmyndir eru ekki gerðar til þess að vera raunverulegar… þær eiga að vera öðruvísi og spennandi. Okkur er alveg sama hvernig öðrum íslenskum myndum gengur… okkur finnst þessi mynd ganga frábærlega upp, og það er það sem skiptir máli. :)
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane
0
“…Og þú þarft ekkert að segja okkue hvað er best með Íslenska kvikmyndagerð þetta var nú bara flipp mynd.”
finnst engum nema mér steikt að eyða hvað .. 3 eða 4 mánuðum í flipp mynd:P …. ég og vinur minn (Mussamyndir ;) ) höfum gert slatta af stuttmyndum. Og í báðum myndunum sem við höfum sýnt opinberlega þá vorum við ekki með neitt handrit í höndunum .. heldur bara skrifuðum niður hvað við vildum að gerðist í myndinni .. og síðan þegar við tókum upp atriðið ákváðum við hvað átti að segja og nýttum okkur þá hugmyndir sem við höfðum fengið dagana áður .. og þá fór held ég mest einn mánuður í að gera 15 min mynd .. aðalega vegna þess að það var slatti af leikurum og erfitt að fá alla á sama tíma :P
Kveðja,
Ádni
0
Af sömu ástæðum tók Fylkið: Endurhlaðið 3 mánuði, erfitt að samhæfa tíma, sérstaklega vengna sumarfría hjá leikurum sem voru alltaf á óþægilegasta tíma. 3 mánuðir eru hins vegar alls ekki tökutíminn, það er tíminn frá fyrsta tökudegi til DVD-flutnings.
Telur þú það góðan hlut að vera handritslaus og taka sér stuttan tíma? Það geri ég ekki. Þessi mynd hafði handrit, en við spunnum svona helming myndarinnar á staðnum þó. Flestöll samtöl voru í handritinu, og svona basic atburðarás.
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane
0
Eins og ég sagði. Það þarf ekki að segja okkur hvað er best fyrir íslenska kvikmyndagerð. Við höfum heilana, við höfum tímann okkar en ekki tíma annarra, við höfum camerur og klippiforrit en ekki góðar lýsingar og brelluforrit. Sumt vantar náttúrulega. Þessi flipp mynd tók um svona allt í allt um viku að taka.
0
var hún ekki að hluta til tekin upp í skerjafirðinum … eða var það bara ég ?
0
Nei það vorum líka við. Hún var tekin nokkuð mikið í Skerjafirði. Líka í Vogunum og vesturbænum.
0
skerjafjörurinn bætir þetta upp :D .. held að þið hafið tekið upp einhver atriði í húsinu sem er fyrir aftan hús vinar mins :D
0