Kvikmyndagerðin blómstrar aldeilis á Íslandi um þessar mundir. Friðrik Þór og margir fleiri eru að vinna að nýjum kvikmyndum. Eitt er samt dálítið að pirra mig. Það er hvað Ísland fær lítið að njóta sín sem sérstakur, hvað ´´a ég að segja, hópur mynda. Myndirnar eru alltaf í samvinnu við erlenda aðila. Jú, ok, maður getur skilið það. Kvikmyndir eru nú einu sinni dýrar í framleiðslu. En svo finnst mér þetta gengið of langt þegar myndin er líka tekin á ensku eða jafnvel einungis á ensku eins og mér skilst að nýja myndin hans Friðriks Þórs sé. Þeir útlendingar sem sjá þessar íslensku myndir hefði ég haldið (án þess að fullyrða neitt) að þeir vildu sjá mynd með íslensku tali, eitthvað ekta íslenskt. Það er auðvitað að mestu leyti að sakast við útlend fyrirtæki en samt eiga íslenskir kvikmyndagerðarmenn að mínum mati ekki að láta sig hafa þetta. Það er sérstakur stíll yfir þessum myndum. Oft á tíðum einkennilega svartur húmor, einfaldleiki og öðruvísi stemmning en annarsstaðar er. Að sálfsögðu vil ég bæta við að auðvitað hlýtur að vera erfitt að ráða við þetta enn endilega segið ykkar skoðun!
—-
Kv.
rubbe