Leiðindarsenan... Sælir Hugarar og kvikmyndagerðamenn.

Ég hef verið að reyna að skrifa gott handrit gegnum árin en aldrei hefur mér tekist að klára það. Af og til næ ég að grípa hugmyndirnar og koma þeim á blaðið, en þá kemur vandamálið, að klára það.

Ég hef byrjað á fjandi mörgum handritum gegnum tíðina. Oftast með vinum mínum og þá eru samræðurnar á fullu um byrjun, millikafla og endi, tekur oftast heilan dag. Við vöknum, annar fær hugmynd, ræðum hugmyndina fram og aftur, frá byrjun myndarinnar að endanum og síðan byrjum við á handritinu í “Sophocles” (sem ég mæli með fyrir handritshöfunda ef þeir vilja þægilegt “handritsforrit”).

Ef við erum heppnir erum við komnir með 60-70 bls. af aksjóni og alveg þvílíkt. En þar kemur vandamálið. Það byrjar eitthvað atriði (oftast nauðsynlegt fyrir myndina) og þetta atriði er svo leiðinlega erfitt að skrifa. Get eiginlega ekki útskýrt en ég skal reyna. Þetta atriði þarf að gerast, þú situr fyrir framan tölvuna og gerir ekki neitt. Ekkert kemur. Maður er alveg að brjálast á þessu og maður fer út úr handritinu og save-ar það í leiðinni.

Dagarnir líða fyrir framan tölvuna og enn gerist ekkert. Það er þá sem maður gleymir því og vikum síðar, á meðan maður skoðar gömul forrit, finnur maður þetta handrit sem maður er löngu búinn að gleyma. Þegar byrjaður á fjórum öðrum handritum, og myndin löngu útrunnin. Tilgangsleysi handritsins er með ólíkindum.

Svona gengur þetta með öll handritin og aldrei vilja helv. handritin klárast! Þar með getum við aldrei hafið “alvöru” framleiðsluna á myndinni, s.s. leikaravalið, tökuna, klippinguna og þannig sem að við erum orðnir ótrúlega spenntir að prófa en getum það ekki út af handritunum sem ekki vilja klárast.

Vinir mínir hafa verið að reyna að fá mig til að gera stuttmyndir í staðinn með allskonar flippuðum hugmyndum en ég hef alltaf viljað byrja á “big-bux” myndunum, the real thing, the full-length.

Um daginn sannfærði ég sjálfan mig um að byrja á stuttmyndunum og nálgast þannig “full-lenght”-myndirnar. Ef ég hefði byrjað á því að hugsa þannig frá upphafi, væri ég kannski byrjaður á “full-length”-myndunum.

Ég og vinur minn (sem skráður er hér á Huga líka) erum nýbyrjaðir á handriti fyrir stuttmynd, og þó ég segi sjálfur frá, er hugmyndin að þessari mynd (sem hann fékk og við unnum betur saman til að búa til storyboard fyrir alla stuttmyndina) rosa góð og ef að handritið vill klárast í þetta sinn (sem ég er hræddur um að gerist ekki) gæti orðið eitthvað úr þessu.

Hefur “leiðindaratriðið” verið að stríða ykkur kvikmyndagerðarmönnunum í handritsgerðinni eins og hjá okkur vinunum? Deilið reynslusögum ykkar með okkur.


Anyhú, fyrir þá sem hafa áhuga þá er “Sophocles” downloadað t.d. á www.pietroizzo.com og þar fariði í tengil sem nefnist “Script-a-go-go” ef mig minnir. Þar getið þið downloadað handritum, og forritinu sjálfu til að skrifa handrit með.

Kv. Kexi
_________________________________________________