Fynnst tími til kominn að ég skrifi aðra grein.

Í þetta sinnið ætla ég að fjalla um hvað framleiðsla á kvikmynd fjallar um. Eins og
hvað annað, þá er kvikmyndagerð fyrst og fremst bransi. Þetta er business. Til
þess að búa til mynd þarftur fjármagn, til að fá fjármagn þarftu góða hugmynd, til
að láta góða hugmynd virka þarftu kunnáttu og til að fá kunnáttu þarftu reynslu.

Byrjum á byrjuninni, ræðum um reynslu. Hérna er ég að tala um allar litlu
myndirnar og projectin sem maður gerir, allt sem maður býr til án þess kannske
beint að beita einhverjum metnaði, heldur aðallega til að prufa eitthvað nýtt og
læra það. T.d. eins og að mála vegg grænan og gera tilraunir með einföld
greenscreen skot. Þannig stuff. Í gegnum þessa reynslu öðlastu kunnáttu. Oftast
nær er best að vinna að litlum verkefnum í nokkur ár áður en maður heldur áfram.
;) Ekki ofmetast strax. Það er nefnilega LÍKA gaman að fíflast.

Þá þurfum við góða hugmynd. Góðar hugmynndir koma til manns 10 sinnum á
dag, en það eru þessar virkilega góðu hugmyndir sem gilda. Þegar maður fær
þannig hugmynd verður maður að grípa hana á flugi og setja hana ofan í skúffu.
Og ekki vera íhaldssöm á hana, góð hugmynd getur tekið þvílíkum
stökkbreytingum áður en hún er fullunnin, það er eðli góðra hugmynda og þannig
á það að vera. Leyfið ykkur að breyta henni sífellt, hún er aldrei best eins og hún
var þegar þið fenguð hana fyrst. Skúffureglan er mjög góð regla sem vert er að
temja sér.

Fjármagn kemur eingöngu gegnum erfiðisvinnu. Það eru 2 leiðir, þið getið safnað
í bauk í gegnum lengri eða skemmri tíma eða leitað til fólks sem mögulega vill
fjárfesta í hugmyndinni. Hvernig á maður að gera það? Regla númer eitt, tvö og
þrjú er að vera búinn að koma hugmyndinni skilmerkilega á blað, t.d. vera með
fullunnið handrit og storyboard, vera búinn að hanna fjárhagsáætlun í nokkuð
miklum smáatriðum og vera búinn að leysa öll tæknileg vandamál fyrirfram. Þetta
þarf allt að setja á blaðö og ekki láta ykkur detta í hug að reyna að fela
kunnáttuleysi, fjárfestar finna lyktina af því. ;) Skjalið skal vera ítarlegt en fremst
þarf þó að vera stuttorður, en þó skilmerkilegur inngangur sem fjallar um
hugmyndina í grófum dráttum, kostnað og aðferðir. Ca. 100 orð er gott mál.

Þegar allt þetta er komið ætti staðan að vera þessi:
-Þið eruð búin að redda öllum proppum
-Þið eruð búin að finna leikara
-Þið eruð búin að búa til gott handrit
-Þið eruð búin að búa til tökuplan
-Þið erum búin að finna fólk til að vinna að þessu með ykkur sem beilar ekki á
ykkur
-Þið eruð komin með fjármagnið
-Þið vitið hvað þið ætlið að gera við myndina
-Þið eruð búin að fá leyfi fyrir öllum tökustöðum
-Þið eruð búin að fá leyfi fyrir öllu sem er vafasamt (getur verið hvað sem er)
-Þið eruð komin með allt á hreint sem ég er ekki búinn að telja upp.

Ef þessum kröfum er fylgt eftir ættuð þið að sleppa með að lenda bara í 50%
vandamála sem þið sáuð ekki fyrir. Það er almennt það sem þetta fjallar um, kópa
við vandamálin þegar þau koma, nota þá þekkingu til að fyrirbyggja þau í næsta
verkefni sem verður enn umfangsmeira.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?