Myndirnar eru komnar inn og því ekki úr vegi að rita dóm um þá fyrstu sem ég næli mér í.

n00b in da h00d er eftir (unga?) leikstjórann Dag sem eitthvað er tengdur “sprelli.net”. Hvernig tengdur veit ég ekki…

Myndin atarna byrjar mjög spennandi. Sjónarhornið er útum bílrúðu einhverstaðar í Suburbíu, og það er klippt yfir á ungan, ölrítið kjánalegan mann sem stendur upp á háum hól, horfir út í algleymið eins og hann ætli að takast á við eitthvað merkilegt og dansar við írsku þjóðlaga tónlistina sem ómar undir.Byggt upp fyrir eitthvað skemmtilegt og spennandi! Sem kemur síðan ekki.
Það er klippt yfir í rúm og ágætislag hljómar undir. “dreeeeeeeeeeaaaaaaaam..” ómar og það á líklega að gefa manni þá hugmynd að gaurinn í bælinu sé sofandi og sé nú að vakna. Hann virðist vakna upp úr LSD trippi (sem er ágætlega tæknilega unnið) og lemur síðan hvítt box, sem ég sá þegar ég horfði á myndina í annað skiptið að var vekjaraklukka. Hvers vegna hann lamdi hana veit ég ekki…
Héðan liggur leiðin niður á við. Við taka 4 mínútur af ágætis myndatöku, sérkennilegum klippingum (stundum vel heppnaðar, stundum algert dúndur, en yfirleitt skortir þær) og leiðinleika.
Ég ætla ekki að eyðileggja plott myndarinnar, það tæki of stuttan tíma, en ég skal þó segja að, mér til mikillar armæðu var hvorki n00b, né h00d í myndinni.

Stjörnugjöf?
Ég gef *** stjörnur fyrir það að actually gera myndina og pósta hana hingað.
en myndin var svo fruntalega langdreginn að ég tek stjörnurnar aftur, þið tókuð 6:36 mínútur úr sumarfríinu mínu sem ég fæ aldrei aftur.
Ég gef ** stjörnur fyrir flottu klippingarnar sem ég varð var við.
En þær fjarlægi ég aftur fyrir hljóðsetningu. Sem skorti. og allir Red Hot Chilli Peppers heimsins geta ekki reddað því :|

Í heildina tek ég þessa mynd sem loforð um eitthvað miklu betra sem Dagur mun taka sér fyrir hendur, og mun þá innihalda styttri senur (tannbursta atriðið og eggið… guð minn almáttugur helvítis eggið…), hljóð og ekki þennan gaur sem var að reyna að fela sig hjá eldhúsvaskinum. Jamm, hann var í mynd.

takk fyrir mig,
Fleebix