Ég tók mig til og horfði á allar þessar myndir og ætla aðeins að segja mitt álit. Vona að enginn mæti heim til mín með hafnaboltakylfu ef ég segi eitthvað vitlaust. ;)
Anyways…
Mountain Dew auglýsingin var alltof teygð og þreytt. Hefði getað verið hnyttin hefðu skotin verið stutt og hnitmiðuð, hver veit.
Rauða Myllan var sniðug hugmynd en framkvæmdin klikkaði svolítið að því er mér fannst. Hefði mátt leggja meiri metnað í að ná lip-sync á höndunum og jafnvel gefa þeim smá dialog. Og eigendur handanna eiga ekki að sjást. ;)
Haltu kjafti eða ég lem þig tvisvar trailerinn var alveg ágætur, skemmtileg ádeila á trailera bíómynda allmennt. Hefði verið gaman ef það hefði heyrst aðeins betur í leikurunum.
Róma(n)tíkus var sniðug hugmynd. Reyndar mjög sniðug. Eina var að mér fannst hún ekki nógu vel borin fram til að maður áttaði sig á því. Ég amk. held ég hafi náð pointinu í myndinni en það er ekki gott að segja þar sem senurnar voru ekki alltaf nógu hnitmiðaðar.
Our house. No comment. Geta allir gert svona.
Sjálfsöryggi var best unna myndin, reyndar hefði mátt gera betur með hana en stóð hún samt framar hinum hvað það varðar. Skemmtileg pæling og nokkuð vel framkvæmd.
Það sem vantaði helst uppá allar þessar myndir var í fyrsta lagi lýsing eða hentugri val á tökustöðum. Alltof of fannst mér sem lýsingin gerði það að verkum að leikarar sáust illa/ekki. Kannski ekki við öðru að búast í svona verkefnum en það er ýmislegt hægt að gera til að forðast slíkt, eins og gert var á einum stað í sjálfsöryggi.
Fleira hef ég ekki að segja í bili.
Kv.
Danni.