Grein þessi ef grein má kalla er í raun kvatningar orð til ykkar sem eru að vinna að kvikmyndum.
Í raun er þetta mín eigin leit að sátt við þá framtíð sem ég hef áhuga á að leggja fyrir mig.
We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.
-Oscar Wilde-
Hvort sem þið eruð byrjendur, eða lærðir einstaklingar. Hvort sem þið eruð áhugamenn með reynslu eða atvinnu menn þá er markmiðið ávallt hið sama. Að gera efni til afþreyingar og skemmtunar.
En áður en ég byrja á þessu öllu ætla ég að líta á margvíslegan tilgang fyrir þessu áhugamáli sem við eigum sameinlegt.
sumir eru að horfa til stjarnanna, Hollywood, dreymir stóra drauma um fallega konur og ríkisdæmi sem fylgir því að verða frægur framleiðandi, leikstjóri eða leikari.
Sumir eru að gera þetta til að skemmta sjálfum sér fyrst og fremst og er sama hvað öðrum finnst.
Sumir vilja einfaldlega segja sögu, segja sögu sem annahvort grætir þig eða kitlar hláturstaugarnar og margir vilja að myndin lifi í kollinn á þér eftir á, valdi heilabrotin, komi við tilfinningar, breyti lífi þínu!
Það eru margir hér sem eru að gera stuttmyndir og hver hefur sína aðferð og hver gerir myndir eftir sínu höfði.
Mjög margir fara einföldu leiðina, taka upp myndavélina og ýta á Rec meðan vinir hoppa og skoppa fyrir framan í gjörningi.
Ég kýs erfiðu leiðina líkt og þeir sem ætla sér eitthvað að gera í framtíðinni í þessum bransa. Við plönum í marga mánuði, smíðum leikmyndir, fáum leikara til, jafnvel fólk sem við þekkjum varla því það passaði sem einstaklingurinn. Við lesum handritið yfir aftur og aftur og aftur þar til að er orðið fullkomið og svo blótum við vegna þess að ekki er nægur til undirbúnings, ekki nægur svefn.
En það er alltaf eins, þegar maður er búinn þá líður um mann einstök tilfinning þegar maður horfir á það sem maður var að reyna að skapa. Þegar það lifnar við á sjónvarpsskjánum. Stundum er þetta gott, stundum er þetta slæmt. en maður lærir alltaf af því og reynir að gera betur næst.
Reynið á ykkur, segjið ég ætla mér að gera þetta, ég ætla. sama hversu langsótt, sama hversu erfitt það er að gera þetta þá þarf bara að hugsa smá því ávallt má finna leið út úr vandamálunum.
Okkur félögunum hefur tekist að búa til eyðimörk með gulumsandi og kaktusi á tveimur dögum. skrifstofu úr matsal, bar úr sama matsalnum.
Blóð skal drjúpa, sviti skal boga af ennum okkar, þreyta skal síast inn í beininn en við munum ekki hætta að gera myndir.
Því framtíðin er okkar ef við viljum það.
p.s
Þegar ég les þetta aftur yfir þá finnst mér ég staddur í miðri bandarískri kvikmynd þar sem væmnin er að yfir taka allt. Vona bara að einhver hafi möndlað svona langt því í sannleika sagt veit ég ekki hvað ég er að skrifa, ég er bara að… Skrifa.