Ég hef orðið var við að það sé þrýstingur á Huga að halda stuttmyndahátíð vegna þess fjölda af kvikmyndagerðamönnum sem vilja koma myndum sínum á framfæri, og er það gott mál. Það sem mig langar til að segja er: það er haldin kvikmyndahátíð í hverjum einasta mánuði!
Mig langar því að benda á mánaðarlega stuttmyndasamkeppni bio reykjavik sem er haldin á hverjum fyrsta þriðjudegi hvers mánaðar í MÍR. Þar eru sýndar myndir eftir íslenska jafnt sem erlenda kvikmyndagerðamenn og eru engar kröfur á myndunum sem skilað er inn, að því undanskildu að þær verða að vera undir 45 min. Þetta battery er búið að vera gangandi í meira en eitt ár og núna fyrir skemmstu var haldin “best of” kvikmyndahátíð. Þá komu þær sem höfðu unnið í hverjum mán og kepptu innbyrðis ásamt fjöldanum öllum af erlendum kvikmyndum. Það var ágætlega mætt en ég bjóst við miklu meira af fólki. Ég hef sent inn og mér finnst að allir sem gert hafa stuttmynd á annað borð og vilja sýna hana ættu að taka þetta er til skoðunar. Svo eru umræður og skoðanaskipti um myndirnar sem margar eru mjög góðar (bæði myndir og umræður). Það er alltaf gott þegar kvikmyndagerðameen hittast og ræða málin og er þetta frábær vettvangur slíks. Þarna væri t.d. hægt að hitta tilvonandi samstarfsfélaga. Þeir sem vilja skoða þetta dæmi betur geta farið á heimasíðuna bioreykjavik.com
Svo er líka stuttmyndahátið rvk alltaf hvert ár, en ég efast um að ég vilji senda inn mynd næst. Ástæða þess er að það voru að meðaltali aðeins 5 manns inni í salnum í hvert skipti. By the way þá sáu aðeins tveir aðilar myndina mína “skák”, og þá eru meðtaldir ég og dómarinn. Ég veit að myndin var engin snilld en ég hélt það væri meiri áhugi á þessu en þetta. Skipulagning hátíðarinnar var reyndar alger hörmung og auglýsingar byrjuðu að koma eftir að hátíðin var byrjuð!
En það er hvetjandi að gera mynd og fá svo að sýna hana, svo þetta eiga allir að prufa séu þeir ekki búnir að því!

Jules