Ég er ungur leikstjóri á uppleið og ætla mér nokkuð stóra hluti í lífinu varðandi kvikmyndagerð….
Ég á draum og hann er að rífa Íslensk sjónvarp upp úr þessari lægð og búa til almennilega þætti eins og Heilsubælið var í forðum. Einhverja góða Íslenska þætti í anda Friends eða Everybody loves Raymond.
En ég á ágætan búnað og hef gert 2 heimildar myndir og gefið út eina spólu með allskonar leiknum “skitsum” eins og Fóstbræður eða Spaugstofan. Svo er ég líka að vinna að þáttum fyrir sumarið sem að eiga vera nokkurskonar rugl þættir með svona nokkurskonar “Jackass” ívafi.
En ég hef líka komið mér upp nokkrum samböndum í sjónvarpveröldinni á Íslandi og hef t.d. aðgang að sýningum á “local” sjónvarpsstöð í Reykjanesbæ og svo þekki ég nokkra á Popp Tíví.
En þessi grein átti nú ekki að vera svona löng og biðst ég velvirðingar á því en ég var aðallega að skrifa af því að ég er ritstopp á handrit og langar að sjá önnur handrit….
Gæti vinsamlegast einhver sent mér sín handrit… stuttkvikmynd, kvikmynd, þættir eða bara hvað sem er :)
stoned@talnet.is
P.S. Það ætti að halda einhverskonar handrits keppni og winner fengi styrk til að framleiða hana. Eða þá keppni fyrir bestu mynd eða þátt eða annað sem að áhugamaður hefur gert…
Kærlig hilsen, Stoned %)