Einn mikilvægasti hluturinn í gerð kvikmynda & stuttmynda er að leikararnir standi sig.
Lélegur leikari getur leikið vel undir góðri leikstjórn líkt og góður leikari getur leikið illa undir lélegri leikstjórn.

Það eru til tvær aðferðir þegar kemur að leikurum.

1. Henda leikara fyrir framan myndavélina og vona að hann standi sig.
2. Æfingar. Sú aðferð sem ég kýs og nokkrar hugmyndir um hvað sé gott að gera.

Leikarinn verður ávallt að vera meðvitaður um persónu sína.

1. Hver er forsaga persónunnar, nafn móður, föðurs, vandamál í æsku o.s.fv. (Þó þetta komi hvergi fram er gott fyrir leikara að vita þetta.)

2. Álit persónunnar á sjálfri sér.

3. Tengingu persónunnar við aðrar persónur verksins.

4. Tenging persónunnar við leikmuni.

5. Hverju þarf persónan að koma til skila í hverju atriði fyrir sig, hvert er hún að taka áhorfandann.

—–

Leikari þarf að kunna handritið svo vel að þetta verða ekki lengur orð á blaði heldur hugsun leikarans, honum verður að skynja textan sem tilfinningu.

—–

Dýra tenging er góð.
T.d Aðalsmaður myndi líkjast erni, ber höfuð hátt og horfir yfir allt rannsakandi.
Illmennið tekur á sig form hýenunnar, boginn í baki, skýtur augunum grunnsamlega í allar áttir.

Gott er að æfa þessar æfingar fyrst gróflega og svo minnka hreyfingarnar þar til þær líkjast manneskju.

—–

Reynið að gera persónurnar eins trúanlegar og möguleiki er með æfingu og aftur æfingu.

T.d eitt skiptið er ég þurfti að leika fimmtugann mann í leikriti þá sat ég heima hjá mér langan tíma og æfði mig í að setjast niður eins og gamall maður, ganga eins og gamall maður.

Svo er það náttúrulega spurningin hvað leikarara eru tilbúnir að ganga langt. sjálfur er ég tilbúinn að ganga eins langt og hægt er. Enda mun ég raka á mig skalla blett eftir nokkrar vikur er ég tek að mér hlutverk sem gamall þáttstjórnandi.

P.S
Reynið að finna leikara eftir því hversu mikið þeir líkjast persónunni og forðist það að láta fólk leika uppfyrir sig í aldri, miklu betra að láta það leika niðurfyrir sig. Það er raunverulegra.

Svo dettur mér ekkert meira í hug í augnarblikinu þannig að þetta verður að duga eins og er.