Þegar áhugamálið var loksins komið á huga heyrðist eitthvað tal um að gera mynd sem væri samvinnuverkefni þeirra sem áhugamálið stunda. Síðan hefur lítið sem ekkert heyrst um slikt. Því ætla ég að vekja máls á þessu þar sem ég hef mikinn áhuga á að koma slíku verkefni af stað.

Til að þetta samstarf geti orðið að veruleika þarf að ákveða nokkra hluti. Hið fyrsta er náttúrulega umfjöllunarefnið. Um hvað ætti slík mynd að vera? Sniðugast væri tel ég að hafa samkeppni um handrit og gefa nokkuð rúman tíma svo allir sem vilja taka þátt geti það án þess að lenda í tímaþröng. Svo þyrfti að finna einhverja leið til að velja besta/hentugasta handritið úr, td. með óháðri dómnefnd.

Þegar handritið er komið þarf að finna leikstjóra, tökumann og fylla hinar ýmsu “baktjaldastöður”. Leikstjóri fengi þá til liðs við sig teiknara fyrir storyboard eða teiknaði sjálfur ef hæfnin er til staðar. ;)

Svo eru það leikararnir. Finna þarf hæfa og trausta leikara í öll þau hlutverk sem mest mæðir á og ekki síður þau minni. Við viljum ekki að þetta verkefni lognist útaf vegna slapprar mætingar leikaraliðsins.

Svo er það val á tökustöðum og allt það dót, þið þekkið þetta.

Þegar tökum er lokið þarf að klippa og vinna hljóð og annað sem þörf er á. Því þarf að skipa í þau hlutverk líka. Helst að einhver vanur klippingum tæki að sér að stjórna þessum lið.

Þetta eru einungis nokkrir punktar ætlaðir til að vekja ykkur hina til umhugsunar um þetta, svo endilega tjáið ykkur! :)

Kv.
Danni