Hvernig væri að redda einhverskonar stað til að sýna heimildar- og stuttmyndir áhugamanna (og þessvegna fullar myndir ef einhverjir hafa haft ráð á því að búa svoleiðis til). Þetta gæti verið svona ókeypis framtak sem allir gætu haft gaman af, hvort sem maður er áhorfandi eða sýnir.
Ég sjálfur hef áhuga á að búa til kvikmyndir en ég sé það ekki gerast næstu eitt til tvö árin og þegar (og væntanlega ef) ég geri myndir á ég von á því að ég eigi ekki eftir að koma þeim í almenna dreifingu (hvort sem það telst til sjónvarps eða kvikmyndahúsa).
Þannig að ég var að spá hvort þetta væri ekki sniðugt framtak. Jafnvel væri hægt að stofna einhverskonar félag utan um þetta. Svo gæfi þetta ungum og upprennandi kvikmyndurum tækifæri á að sýna öðrum efnið sitt og komast í kynni við annað fólk sem er að vinna innan geirans og einnig væri þetta frábært sem ókeypis afþreying.
Jæja nóg af rausi, þetta var bara svona hugmynd.
Meltið þetta og látið mig vita hvort þetta er bara rugl hjá mér.
Hemmi.
Hemmi.