Ég hef gert margar myndir í gegnum tíðinni það er að segja síðan ég gerði fyrstu myndina mína fyrir einu og hálfu ári síðan. Myndirnar okkar eru fyndnar (eða svona með okkar húmor) og eru oftast bara svona bull en er samt góðar og fyndnar og dramatískar og spennandi.Ég geri myndirnar með vini mínum sem ég kalla peacemaker í þessari grein.

Draugurinn í Skógarholti/Hjólið/Glataða Myndin

Þetta er fyrsta myndin mín en ég get ekki kallað þetta mína mynd en þetta er fyrsta myndin sem ég hef eitthvað komið að. Hún fjallar um bræður sem fá bréf frá FÍI(Fedaral Íslands Investigation) og þar stendur að það eru reimleikar í Skógarholti og þeir fara og einn af þeim (ég) ásamt vini þeirra verða rændir af drauginum. Mun peacemaker geta bjargað vini sínum og bróðir sínum í tíma? Þetta er ömurleg mynd, fyrsta myndin okkar og við tókum þetta þvílíkt alvarlega og ætluðum að gera bestu mynd í heimi en svo var hún ömurleg. Ég gerði svo mikið af titlum því hún hét Draugurinn í Skógarholti fyrst en svo kölluðum við hana Hjólið því hjól kameru-mannsins var alltaf óvart í mynd í atriðunum og svo kölluðum við hana núna bara glataða myndin.Myndin er c.10 mínútur.

Ósýnilegi Drengurinn

Mjög stutt mynd sem fjallar um ósýnilegann dreng og lífið hans. Galdrakelling kom til hans og gerði hann ósýnilegann og til að hann gæti aftur orðið sýnilegur varð hann að segja við mömmu sína ,,Þú ert ekki lengur mella”. Þetta er mesta bull í heimi en var þvílíkt fyndið (allavega okkur fannst það) að mínu mati er þetta ennþá fyndnasta myndin okkar þar á meðal gyllt atriði eins og þegar ósýilegi drengurinn lamdi 2 vini sína og þegar hann var að róla og syngja um hvað hann var einmana(og ég sást í bakgrunn sem voru sko mistök). Þessi mynd var algjör spuni en virkaði fokking snilldarlega.Myndin er c.7 mínútur.

Mafíu-myndin ömurlega

Mynd sem við byrjuðum að gera við redduðum einhverjum fávita til að stela gervi-sígarettum fyrir okkur og þetta átti að fjalla um eitthvað rosa mafíu-dæmi og við reyndum allir að tala með ítölskum hreim en svo hættum við eftir 4 atriði.

Fyrsta myndin

Þetta er ekki fyrsta mynd sem ég hef komið að reyndar sú fjórða en ég fékk kameru í fermingargjöf og morguninn eftir gerði ég mynd á ensku og hún var í 1.persónu og ég notaði photo sem er takki á kamerunni sem frýs myndina og þá sagði ég alltaf á ensku eitthvað um sem var í mynd eins og t.d. bræður mína og aðra fjölskyldumeðlimi. Þetta er andskoti ÓFAGMANNLEG mynd en samt skemmtileg (allavega finnst mér það) og er hún 13 mín og þetta ferli verður leiðingjart eftir svona 9 mín en þetta var samt skemmtilegt.

Naggarnir

Þessi mynd er búin að fá góða dóma vina minna en ef þið Spielbergar og Kubrickar myndu sjá hana þá mynduð þið líklega ekki fíla hana (mikið) en hún er mjög svipuð Fyrstu Myndinni ,þ.e.a.s. stíllinn 1.persónu og alltaf öll atriði enda á photo. Þessi mynd er samt á íslensku og er miklu betri en Fyrsta Myndin og í rauninni löbbuðum við bara um og báðum náunga sem við þekktum að leika í einu og einu atriði. Myndin fjallar tvo vini, ég og Peacemaker sem eru á móti Nöggunum sem er glæpagengi og við líka. Svo endar myndin að Peacemaker drepur mig (1.p) útaf hann var í rauninni Naggur. Þvílíkt fyndin mynd. Myndin er 22 mín.

13 mínútur

Heimildarmynd um Bróður minn og kærustuna hans. Í rauninni er þetta bara mynd af þeim í 13 mínútur og þau vissu ekki af því en á meðan þau eru að horfa á sjónvarpið gerast mörg skemmtileg augnablik.Myndin er ja…….13 mínútur.

Klippimyndin

Get varla kallað þetta mynd þetta eru bara fullt af svipbrigðum vinar míns (Peacemaker).Þvílíkt fyndin mynd.Myndin er í 2 mínútur

Í hami lífsins

Þessi mynd fjallar um Kalla(Peacemaker) sem er að reyna að gera kvikmyndahandrit 5/7 af myndinni er Kalli bara að gera sig tilbúinn fyrir að sýna stjóranum sýnum það og sá partur er þvílíkt fyndin og vel leikinn af Peacemaker. Svo sýnir hann stjóranum (ég) sýnum handritið. Það er atriði er eiginlega bara leiðinlegt og illa tekið (enginn kamerumaður) og við ætluðum að gera það aftur og redda fullt af fólki til að vera í henni það varð ekkert úr því þannig við gerðum eitt atriði sem var 20 sek til að enda myndina, og þá getum við kallað þessa mynd ekki kláraða mynd. Myndin er í 7 mín.

Ránið

LANGBESTA myndin okkar og er vel gerð og vel leikin og fagmannleg og fyndin og spennandi og dramatísk og ég ætla að birta hana hérna á huga þegar ég er búinn að klippa hana upp á nýtt. Þetta er í rauninni remake af mynd sem við kláruðum aldrei og þegar ég átti ekki kameru. Hún fjallar um tvo vini og svo segir karekterinn sem heitir Dabbi í myndinni að honum vantar pening við vin sinn og þeir fréttu um bankaræningja sem var ekki búinn að finnast og þeir ætla að stela peningum frá honum. Í stuttu máli er þetta plottið en það er miklu flóknara. Við sýndum þessa mynd í skólanum og fékk þvílíkt góðar viðtökur, en ég held að hugarar finnst hún ekki jafn góð og bekkjarfélugum okkar en samt.En við fengum allavega 10 í tónmennt Myndin er 28 mínútur.Klippt útgáfa 22 mínútur.

Ósýnilegi Drengurinn 2

Við gerðum þessa mynd aftur en hún er allt öðruvísi en hin en samt mjög lík. Hún er með sömu leikara og í fyrstu myndinni en myndirnar tvær tengjast ekkert, nema bara að þær fjalla báðar um ósýnilegann dreng. Hann verður ósýnilegur þegar vinur hans lemur hann í hausinn með macintosh-dollu eftir að hafa tapað á móti honum í skáki, drengurinn drepst og fer til himnaríkis þar er Guð og Guð spyr ,,Viltu vera upp hérna í himnaríki sem engill eða niðri sem draugur” og drengurinn velur draugur. Þannig er eiginlega draugur. Þessi er ekki jafnfyndin og fyrri myndin myndin en mun betri á alla aðra vegu, s.s. myndatakan, fagmennskan, effectarnir og plottið.Myndin er 6 mínútur. Aukaefnið er 15 mínútur

Sápan

Þetta er varla mynd og er eitt langt atriði og 100% SPUNI þegar við byrjuðum þá bara EXJÖN og við bulluðum bara eitthvað og þetta breyttist í einskonar sápu og er fyndin og dramatísk líka hún er í 1.persónu og hún endar með að náunginn í 1.p(kamerumaðurinn) verður drepinn.

Sendlafárið

Þetta er mynd sem ég gerði með eldri bræðrum mínum sem vinna á ónefndum pizza-stað og vildu gera mynd fyrir árshátíð staðarins. Við tókum upp myndina á 3 tímum og ég var á kamerunni og þeir leiktu alla karektaranna sem var mjög ruglandi því þeir eru eineggja tvíburar en við gerðum þessa mynd og hún fjallar um pizzu-sendil sem er nýbyrjaður að vinna á pizzu-stað og ……. Jah ekkert meira það er eiginlega enginn söguþráður bara svona röð af pizzu-sketsum en svo endar myndin að hann fer út á strönd og deyr. Ég klippti myndina ekki og gerði eiginlega voða lítið nema taka upp en ég kom með hugmynd að einum skets í myndinni. Þetta er eina myndin sem ég í tölvunni þannig þetta er eiginlega eina myndin sem ég get birt á huga. Myndin er 12 mínútur.

Ofurmenna-myndin

Þetta verður svona djók mynd um ofurhetjur við erum eftir að gera hana líklega heitir hún A-menn en við erum ekki vissir. Ég get örugglega birt þessa mynd á huga en það er allavega ekki byrjað að gera hana þegar þetta er skrifað.

Ný mynd án titils

Þessi mynd verðyr snilld við erum búnir að taka upp flest atriðin en það er eftir að klippa hana og það er mikið vandaverk. Hún verður líklega fullkomin eftir svona 2-3 mánuði. Þetta er fyrsta myndin sem er svona listræn með góðu plotti og við leggjum mikið í það að hafa dulræna merkingu sem maður tekur kannski eftir ef maður horfir oft á myndina. Þetta er líka fyrsta myndin þar sem persónurnar heita ekki það sama og leikararnir. Þessi mynd verður tekinn upp í sumar. Og þá verður hún örugglega birt á huga.