Mínar Myndir!
Þar sem að margir hafa verið að segja frá myndum sem að þeir hafa gert ætla ég að skella nokkrum hérna inn.
The Klón
Langdregnasta og frekar leiðinlega mynd sem að ég og Maur gerðum fyrir um 1 og hálfu ári og fjallar um vísindamann sem að finnur upp “klónunarvél” og klónar vin sinn vinurinn fer síðan út með klónið sitt en viti menn, annað klónið illt og ætlar að drepa vininn og þá kemur svaka eltingaleikur og á meðan klónar vísindamaðurinn sig og allt fer í vitleysu og endar á því að vinurinn er sá eini sem að stendur uppi lifandi!
The Bangsi
Við, þ.e.a.s. ég og maur, höfum reyndar ekki klárað þessa mynd fullkomlega en hún fjallar um lítinn dreng sem að á hippapabba og hann gefur litla drengnum sínum lítinn bangsa, sem að síðan drepur hippapabbann og lögreglan kemur á staðinn og er bara að segja brandara og fer síðan og litli strákurinn fer bara að sofa með litla sæta morðóða bangsann hliðina á sér. Hvað mun gerast? Mun bangsinn drepa hann? Eða nær hann að lifa af?
Ein mynd sem að hefur ekki nafn
Hún er ein af okkar meistara stykkjum, engin mistök eru í myndinni og er bara gullfallegt að horfa á hana en hún fjallar um mann sem að er fastur í sínu gamla formi, vaknar og gerir allt það sama dag eftir dag. En svo öllum að óvörum hringir síminn!!! Og hann verur hissa og svarar en þar er maður sem að segjir honum að koma út og hann fer út og rekst á lítið hjálparvana blóm og ætlar að taka það þegar að geðsjúklingur með hafnaboltakylfu kemur og lemur nokkrum sinnum í blómið og hleypur síðan í burtu. Maðurinn tekur upp blómið og fer með það inn til sín og frelsar það.
Þetta eru þær sem að eru eitthvað vit í en við höfum gert fullt af 2-3mín langar myndir sem að fjalla ekki um neitt nema sýru af okkar hálfu. Við munum reyna að koma þessum myndum inná huga sem fyrst og leyfa ykkur að dæma um þær!!
BS - GSnow