Ég fékk video-kameru í fermingargjöf seinasta mars og er búinn að eiga hana í um 9 mánuði og er búinn að gera margar stuttmyndir með henni og ekki bara stuttmyndir líka þætti (hjólaþátt), trailera, tilraunir, faldna myndavél, heimildarmyndir og tónlistarmyndbönd. En skemmtilegast finnst mér að gera stuttmyndir. Ég og vinir mínir hafa gert 3 stuttmyndi sem eru lengri en 20 mín og slatta sem eru minni en 5 mín. Nú er ég að vinna að mynd sem verður mun betri en hinar því hún verður fagmannlegri og betri klippt (klippti alltaf á videóinu). Ég er oftast ekki að leika (leik svona smáhlutverk) og ég er svona að leikstýra og klippa og gera handrit. Mér finnst gaman að pæla í tónlistinni í myndunum. Og ég er ekki það mikill pro að ég nota aðeins frumsamdna tónlist og tónlistin sem notuð var alltaf á mörgum diskum þannig ég setti þau á disk.

(Ef þú átt ekki klippiforrit eða slíkt þá virkar að líma svona litla eyrnahátalara við micinn á myndavélinni)

P Diddy - Bad boys for life (Þvílíkt töffaralag við byrjuðum eina mynd á þessu lagi á meðan persónurnar voru að labba í slow þvílíkt flott

Nobou Uematsu - Aeris Death (Þetta er þvílíkt sorglegt lag við notuðum það einu sinni þegar ein persóna var að deyja það mjög dramatískt það er hægt að fá þetta lag orchestred eða ekki.

Death of sniper wolf - (Þetta er líka svona sorglegt lag ég veit ekki hver samdi það en það virkar vel ef einhver er að deyja eða einhverjir eru að rífast)

Green Day - Time of your life (Þetta lag verður þegar textinn er að rúlla og við ætlum að hafa svona behind the scenes á meðan textinn rúllar og þetta lag er snilld fyrir þannig)

Enya - May it be (Þetta er aðallag LOTR FOTR og passar við eitthvað átakamikið atriði eins og td. einhver að gráta eða eitthvað)

Wham - Wake me up before you gogo (Þetta er svona happy lag og ég hef aldrei notað það en ég get ímyndað mér lagið svona þegar myndin er að enda og allir vinirnir koma saman og svona HÚRRA þá kemur þetta lag)

Celine Dion - All by myself (Þetta er snilldarlag ef einhver er einmana eða er að hugsa flashback um einhvern sem er dáinn)

Final Fantasy VII - Cloud´s theme (Þetta er lag um mig og virkar mjög vel þetta er svona sinfóníu lag, ég notaði það einu sinni í jah….glataðri mynd en lag er samt gott)

Story of a girl - (Veit ekki hverjir gerðu þetta lag en þetta er týpískt svona American Pie lag, náunginn labbar og segor “hey guys” og dettur um stein)

Liberi Fatali - (Þetta er líka snilldar lag, svona dimmraddaður kór að syngja HADES MILOSEF eða eitthvað í þá áttina, gott þegar einhver svona dimm mynd er að byrja)

Jock James - Are you ready for this (Ef þú ætlar að hafa smá húmor í myndinni þá er þetta mjög gott lag, það vita allir hvaða lag þetta er ef þeir hlusta á það, virkar vel ef það er verið að kynna einhvern(t.d. fyrir körfuboltaleik))

Metal Gear Solid 2 theme - (Mjög gott hetjulag, t.d. ef hetjan er búinn að bjarga heiminum þá getur þetta lag verið þegar hetjan labbar í burtu)

SigurRós - Dánarfregnir Jarðafarir (Þvílíkt gott lag mjög átaka-mikið og þetta lag var í Englum Alheimsins sem er íslensk mynd þannig ég vil varla nota þetta lag en þetta er lag frábært)

SigurRós - Bíum bíum bambaló (Þetta lag er líka átaka-mikið og flott það er doldið sjaldgæft það er ekki á neinum disk en það er hægt að ná í það á netinu, ég nota þetta lag sko í mýjustu myndinni)

Puff Daddy ft Jimmy Page - Come with me (Þetta er þvílíkt svona töffara-hetju-lag og er remake á gömlu led zeppelin lagi, þótt ég fíli zeppelin útgáfuna betur þá er þetta meira svona töffaralag)

Austin Powers theme - (Þetta er líka ef þið ætlið að hafa húmor í myndinni)

Mission Impossible theme - (Ef þú ætlar að gera bara svonadjók-mynd sem bara þú og nokkrir vinir þínir sjá þá er þetta tilvalið lag það vita allir hvernig þetta lag er)

Marvin Gaye - Let´s get it on (Þetta er svona lag fyrir djók-mynd)

Quarashi - Stick em up (Þvílíkt cool lag og getur verið þegar einhver labbar frá náungum sem hann nýbúinn að berja með sólgleraugu(bara hugmynd))

Final Fantasy VII - Sad piano theme (Nafnið segir allt um lagið ég veit ekkert hver samdi það (líklega Nobou Uematsu) eða hvað það heitir í alvöru en þetta er frábært lag)


Allavega hérna eru slatti af lögum og endilega segðu hvaða lög hafa verið í þínum myndum.

Cloud Strife