Hér á eftir koma nokkrir punktar í kvikmyndagerð sem hafa almennt gagnast mér við gerð stuttmynda.

Handrit:
*Forðast það að gera myndir um dóp og morðingja, virkar mjög sjaldan.
*Endurskrifa handritið oft og fáið aðra til að hjálpa, gerir talsmátann raunverulegri.
*Forðist að gera byssumyndir, byssur líta bara asnalega út í íslenskum myndum.

Framleiðslustigið:
*Skráið niður alla leikmuni sem notaðir verða í myndinni.
*Best er að gera storyboard, sparar svita við breytingu ljósa og staðsetningu á myndavélinni.

Gerð myndar:
*Eitt sem er gott að eiga nóg af, Tape og svartir ruslapokar. ótrúlegt hvað þetta getur bjargað manni oft
*Ekki nota flóðkastara við lýsingu, ef þið getið ekki reddað almennilegum ljósum má notast við lampa og 100W peru (Slökkvið reglulega á)
*Skjótið sem minnst handhelt
*Farðið alltaf leikara með a.m.k grunnmeiki, annast verður andlitið fölt, flekkótt og glampi kemur á kinnar, nefbrodd og enni.
*Betra að taka atriðin of oft upp en of sjaldan.

Eftirvinnsla:
Þetta svið þekki ég ekkert sérlega vel inná því ég sé yfirleitt um framleiðsluna.
*Ef atriðið ýtir ekki undir söguþráð eða persónu, né kynnir neitt nýtt til sögunnar er eins gott að losa sig við það.
*Forðist að nota þekkta tónlist undir, höfundarréttarlög. (Frumsamin náttúrulega best.)

Nokkrir auka hlutir:
*180° regluna skal passa og reyna sem sjaldnast að brjóta.
*Látið leikara koma seinna en tökulið svo allt geti verið tilbúið og leikarar þurfi að bíða sem styðst

Þessir punktar eru ekki alhæfingar né skipanir um hvað eigi að gera, þeir hafa yfirleitt gagnast mér vel og ég vona að þeir hjálpi einhverjum.