Reyndar má þó segja að eftir að ég keypti með vini mínum pro microphone (senheiser) hættu öll samtöl að vera þvoglumælt og léleg…og urðu loksins skiljanleg, eðlileg og skýr :-)
Vandamálið með að taka upp stuttmyndir & fyndna sketcha á Íslandi er að mínu mati leikarar. Oftast eru þetta vinir & kunningjar…sem mæta tja…óreglulega og líta á þetta meira sem spennandi félagsmiðstöð til spjalla og fíflast heldur en alvöru vinnu. Oftast nenna þeir ekki að eyða miklum tíma í þetta og kvarta alltaf sáran þegar maður biður um aðra töku eða eyðir einhverju púðri í flókin angle.
Síðan náttúrulega ofleika þeir grimmt og læra oftast línurnar sínar á tökustað :-)
Ég var dáldið heitur einusinni fyrir að fá til liðs við mig leikaranema úr leiklistarskóla…þangað til að mér var bent á klausu í lögum skólans sem bannar nemendum að leika í einhverju utan skólans…sem mér finnst persónulega bara fáránlegt!
Atvinnuleikarar myndu auðvitað rukka mann grimmt og ég veit ekki hvort það sé mikið af ungu áhugasömu fólki í áhugamannaleikhúsum landsins.
Kanski er síðasta hálmstráið bara að fara að þræða menntaskóla landsins? (og láta öll eldri hlutverkin vera leikin af unglingum - amman,mamman og dóttirin öll jafn gömul)
Arg! Ég er með fullkomnar græjur og explosive handrit…en vantar alvöru áhugasama LEIKARA sem geta leikið með tilfinningu! Hjálp!
Gunnar
Rafpóstur: nixon@simnet.is
“True words are never spoken”