Þó ég sé almennt á móti því að gera ofbeldisfullar bíómyndir og að nota byssur í íslenskum bíó myndum þá þurfti ég að farða stórt sár eftir andlitinu á mér fyrir einsa stuttmynd.
BLÓÐ: Þrjár aðferðir eru til að redda blóði
1. Kaupa Grimas gerviblóð frá Bandalagi Íslenskra leikara (Dýrt en gott)
2. Blanda saman Sírópi, smá vatni, rauðum matarlit og Maís sterkju (ótrúlega raunverulegt en viðbjóður á bragðið)
3. Blanda saman sírópi, smá vatni, rauðum matarlit og mjólk í stað serkjunar (Ekki jafnraunverulegt á litinn, þynnra en gott á bragðið, fer að súrna eftir nokkrar klukkustundir.)
Man ekki nákvæm hlutföll í gerviblóðinu, læt alltaf tilfinninguna ráða.
Þegar farða þarf fölleita manneskju er best að kaupa sér kökumeik hjá BÍL (Bandalag íslenskra leikara) og til að spara pening er gott að nota kartöflu mjöl í stað púðurs, gefur líka fölari lit.
Vax til að búa til sár fæst hjá bíl og er einstaklega vand með farið og klístrað og ég kann ekki enn almennilega að ná því af mér nema skrúbba. Ef einhverjir hafa áhuga get ég sent inn kennslu leiðbeiningar um það sem ég kann sambandi við að búa til skurði eftir hnífa, skotför, kúlur, opin beinbrot og eitthvað fleira.
Fyrir marbletti og glóðuraugu er best að nota Grimast litina frá bíl, Blár, rauður og smá svartur er makað í kringum augað, svo er liturinn þurrkaður burt þar til raunverulegur litur er kominn. líkt og á með fylgjandi mynd.
Vona að þetta hjálpi einhverju þó þetta sé frekar hráar og ónákvæmar upplýsingar.