Blessað veri fólkið.
Hér ætla ég að segja frá reynslu minni í kvikmyndagerð,
ásamt hugmynd minni um næstu mynd.
við vinirnir (við vorum u.þ.b. 5) byrjuðum að standast í
kvikmyndagerð þegar við vorum 8, sumir 9. Fyrsta þáttaröðin
var minnir mig bráðavaktin. Þá fórum við niður í kjallara hjá
einum vini mínum, og tókum upp logsuðutækin og sagirnar
og byrjuðum að vinna. Þetta var alveg hörkufjör, og er alveg
hrikalega gaman að horfa á þetta.
Síðan við gerðum það höfum við verið að standast í
kvikmyndagerð af og til. Núna eru tvær hugmyndir á borðinu,
öskuhlíðamorðinginn og Sönn íslensk barnasakamál. Ég
ætla nú ekki að fara mikið nánar út í það.
Við erum núna með tvær camerur. Aðra eiga foreldrar þessa
vinar míns sem að var í “kjallarahúsinu” en hin var frá mér
komin. Nú höfum við aðgang að Avid, í gegnum föður minn,
og það er nú bara hörkufjör!
Ég er nú líka með hugmynd, sem er draugamynd. Þá er ég
ekki að tala um neina “BOOO!”-drauga, heldur gegnsæa og
creepy drauga. Þá ætla ég m.a. að láta labba í gegnum vegg,
kannski ég skrifi seinna grein um það hvernig maður á að
gera það auk ýmissa tæknibrellna, sem flestallar er hægt að
gera heima í stofu án 100.000 króna útbúnaðs.
Myndina ætla ég að taka í sumar, og finna til þess eitthvert
eyðibílið úti á landi. Ég áætla að myndina klári ég um
áramótin 2003 - 2004, því að eitthvað þarf ég að taka næsta
vetur vegna dimmu. Ekki fallegt að sjá creepy drauga í
glaðasólskini ;)
Ég hef áætlað að gera handritið núna í vetur, og reyna að
koma þessu að stað af krafti! Ég myndi þó þyggja öll ráð og
hugmyndir með þökkum.
kv. Amon