Mér datt svona í hug að vekja athygli ykkar á litlu kvikmyndagerðarfyrirtæki sem að ég og vinir mínir stofnuðum fyrir svona ári og heitir Börn Sólarinnar.
Þegar að þetta áhugamál var nýkomið upp sendi vinur minn grein, sem að var ekki uppá marga fiska, um börnin en því miður var það sett á kork og ég ætla því núna að gera ítarlega grein um Börn Sólarinnar.
Við höfum ekki gert margar myndir reyndar bara 2 ½ en það mun breytast í komandi framtíð. Ein af myndunum okkar heitir reimleikar og ætla ég að fjalla um hana, svo að þetta verði nógu langt til að samþykkjast sem grein.

Reimleikar fjallar um tvo stráka í grunnskóla úti á landi, þeir eru bara að vappa um svæðið og alltí goody, en sjá ekki hvað er að gerast allt í kringum þá. Svæðið er allt morandi í draugum, en hetjurnar okkar ná ekki að sjá þá. Svo gerist það að annar af strákunum hverfur og hinn fer að leita.
Mun hann finna hann?
Munu draugarnir hafa einhver áhrif á hann?

Þessum spurningum og fleirum verður svarað ef að hægt verður að henda myndunum inná huga, þá getiði séð myndina og dæmt. Ekkert er sagt í myndinni heldur er tónlistin látin tala.

Vonandi gerir þetta ykkur öll spent yfir myndinni og drífur stjórnendurna hérna að henda upp kubbi fyrir myndirnar.


Kveðja GSnow