Flest ykkar, þegar þið skoðið kvikmyndavél, hafið tekið eftir því að t.d. venjuleg PAL kvikmyndavél tekur upp 25 ramma á sekúndu (oftast skrifað 25 fps (frames per second)). en af hverju skyldu 25 rammar á sekúndu hafa orðið fyrir valinu frekar en, tja, 27 rammar?
Ástæðan er eðlisfræðileg og ég ætla alls ekki að kafa djúpt ofan í ástæðuna, en í grófum dráttum þá er þetta til komið vegna þess að þegar kerfið var tekið í notkun, keyrðu sjónvörp almennt á 50 hz, og gera enn oftast nær. Þetta þýddi að skjárinn endurnýjar myndina 50 sinnum á sekúndu.
En af hverju 25 rammar þá? Jú, málið er að sjónvörp keyra ekki myndskeið sem ramma eins og filmuvélar, í staðinn sýna þau hvern ramma sem 2 fields. Í raun virkar það þannig að skjárinn endurnýjar fieldana 25 sinnum á sekúndu, en hérna verður þetta svolítið tricky! Fields eru einskonar línur sem renna yfir skjáinn, minnir að það séu eitthvað um 520 línur láréttar á hverjum skjá. Í hvert sinn sem field er endurnýjaður, endurnýjast bara annarhver, þannig endurnýjast field A 25 sinnum á sekúndu og field B líka 25 sinnum á sekúndu, en í sitthvoru lagi! Fyrir vikið er í raun verið að sýna rammann fyrir aftan á sama tíma og þann fyrri…flókið, en staðreynd engu að síður.
Í bíóhúsum hinsvegar er hver rammi sýndur hver fyrir sig, filman er furðulega miklu einfaldari.
En jæja, hvernig kemur þetta kvikmyndagerð við?
Hafið þið tekið eftir því, þegar þið búið til freeze-frame, að hann flöktir oft? Sérstaklega þegar það er mikið motion í atriðinu? Ástæðan fyrir því er sú að þessi “rammi” er samsettur úr 25 fields úr ramma a og 25 fields úr ramma b. Get it? ;)
En það er lausn! Til er filter sem er guðdómlegur fyrir okkur kvikmyndagerðarmenn. Hann heitir De-Interlace. Hann endursmíðar myndina á þann veg að fields úr ramma a og b renni saman í einn ramma og skapi heildstæða mynd sem flöktir ekki. Þessi filter er sérlega mikilvægur þegar búinn er til freeze-frame og t.d. þegar notað er strobe-motion.
En af hverju þá hendum við ekki field kerfinu í ruslið fyrst digital tækni gerir frame by frame vinnslu svona auðvelda?
Ástæðan er einföld, tja, einföld og ekki einföld en er til staðar engu að síður. Prufið að De-Interlace'a myndskeið og setja það í slow motion, segjum…kannske 50%. Það verður ógeðslega höktandi, ef fieldar eru til staðar notar tölvan algórythma til að reikna út hvernig myndin morphast frá einum ramma til annars og skapar þannig afskaplega smooth keyrslu á slow-mo myndskeiðum upp að vissu marki. Þegar extreme slow-mo er gert þá eru notaðar sérstakar háhraða filmuvélar sem taka upp kannske 150 - 300 ramma á sekúndu og svo er það spilað á venjulegum 24 römmum, eða 25 ef því skiptir.
En jæja þá, ég vona að þið getið krafsað ykkur út úr greininni og kannske lært hitt og þetta. Kannske eru nokkrar staðreyndavillur í henni, en sannleikinn er samt sem áður sá að svona virkar þetta, óháð því hvort ég sé algerlega viss í eðlisfræðilegum pælingum eður ei. ;)
Kv. Deeq
Hvað er þetta Undirskrift pósta?