Ég hef pælt mikið í kvikmyndatónlist og hef komist að þeirri
niðurstöðu að hún skiptir rosalega miklu máli. Tökum til
dæmi lokaatriðið í Truman Show þar sem Truman reynir að
sleppa með því að sigla burt en verður fyrir þeim vonbrigðum
að klessa á himininn(himinmálaðan vegg). Tónlistin hækkaði
og við sjáum Truman berja grátandi í vegginn. Þetta atriði var
mjög áhrifaríkt að mínu mati (og margra annarra)en megin
ástæðan fyrir því er útaf tónlistin sem var mjög flott og hentaði
mjög vel á þessari stundu. En ef að t.d. Prumpulagið væri á
meðan í staðinn þá væru allir frekar hlægjandi heldur en
snortinn, því enda væri mjög skrítið fyrir Íslendinga að heyra
íslenskt barnalag í amerískri mynd. En ef það lag (eða
eitthvað annað óviðeigandi lag)væri í gangi hefði það spillt
myndina að miklu leyti. Það eru líka margar myndir einsog
The Good The Bad And The Ugly fyrir utan það að vera er
mjög góð þá er hún einnig þekkt fyrir tónlistina sem er mjög
flott. Semsagt þá ætti kvikmyndatónlist að skipta miklu
máli(aðalega ef það er flott atriði í gangi) svo þegar þið gerið
kvikmynd þá ættuði að hugsa út í það svo að myndin verði
áhrifaríkri.