Panasonic DVX100 Þessi maskína er avona að læðast inní veslanir vestanhafs þessa stundina þ.e.a.s. NTSC útgáfan en við evrópubúar erum yfir NTSC hafnir þarsem að við höfum PAL sem er miklu betri standard, bæði hærri upplausn og stærri litapalletta að mig minnir.
Það er búið að vera ótrúlega mikið hæp yfir þessari kameru þarna fyrir vestan um þónokkrun tíma og hefur þá sérstaklega verið slúðrað um þann möguleika að geta skotið á 24 römmum á sekúndu en það er sami hraði og filmukamerur skjóta á.
Þetta hefur nokkra kosti í för með sér. t.d. fer minni tími og kostaður í að breita úr NTSC forminu sem er 30 rammar á sek yfir í 24 ramma ef að viðkomandi ætlar að yfirfæra á filmu. Einnig gefur þessi rammafjöldi óneitanlega dáldinn filmufíling þarsem að motion blurið er meira og filmulegra á 24 römmum heldur en 30.

24 rammar hafa þó lítin tilgang hér í evrópu þarsem að PAL kerfið keyrir á 25 römmum á sek og lítið mál að yfirfæra yfir í 24 ramma enda mun PAL útgáfan af vélinni ekki hafa þennan möguleika á 24 römmum. En þó má ekki afskrifa þessa vél því að á köflum er hún draumavél hinns fátæka kvikmyndagerðarmanns. Kíkjum aðeins á hana.

Myndavélin hefur þrjár CCD myndflögur og er hver þeirra þriðjungur úr tommu sem er það sama og í Canon XL1 vélinni og Sony VX2000/PD-150 sem eru aðal samkeppnisvélarnar. Vélin hefur líka 2 XLR inntök fyrir hljóðnema og hljóðstilla en aðeins PD150 vélin hefur einnig þennan möguleika.
Linsan er auglýst sem víðlinsa en ég efast um að það sé fullkomlega sannleikanum samkvæmt því hún tekur upp 4:3 sem er standard sjónvarpsramminn (á meðan 16:9 held ég örugglega standardinn á bíótjaldi). Vélin bíður á 16:9 skotmöguleika en það er ekki raunverulegt 16:9 heldur er myndin teygð upp í 16:9 standardinn og tapast talsverð upplausn við það.
Vélin hefur alla þá möguleika sem maður ætti að búast við af vél í þessum klassa og hefur maður fullkomna stjórnn á öllum stillingum eins og lokunarhraða, fókus og zoomi og eru fókus og zoomhringir á linsunni. Einnig á hún að vera mjög góð undir lágum ljósskilyrðum og á að skila áhorfanlegri mynd í allt að 2 lúxum.

Allt í allt á þessi kamera að vera einn besti kosturinn á markaðnum í dag í þessum klassa ef að þú ert tilbúinn að spreyja smá seðlum í gæðin. helsut vankantarnir sem fólk hefur kvartað yfir eru að þeim finnst fókus og zoom hringirnir dáldið lausir í sér og ummgjörðin dáldið plastleg en annars á þetta að vera draumavélin fyrir amatör kvikmyndagerðarmannin. Ef ykkur langar hinnsvegar í vél sem þú getur skipt um linsur á mæli ég frekar með XL1 frá Canon.

Búist er við vélinni fyrir PAL einhverntíman þegar fer að vora og miðað við verðlag á íslandi og tolla þá má ekki búast við að verðið verði mikið lægra en 500.000 kallinn.

Hér er góð síða um vélina, tjekkið á screenshottunum af öndunum, ótrúleg gæði ekki satt?: http://www.bealecorner.com/dvx100/index.html