Stockton var lítill leikmaður, hann hafði ekki stærðina en hann hafði kraftinn, hann var frekar sterkbyggður og einstaklega snöggur. Hann fæddist 26. Mars árið 1962 í Spokane, Washington, hann var skýrður John Houston Stockton. Hann fór í Gonzaga-Háskólan og var valinn fyrstur í nýliðavalinu hjá Utah, mig minnir valin 18 í valinu öllu :). Hann varð fljótt þekktur sem hinn óeigingjarni framherji Jazz og gaf félögum sínum góðar sendingar sem þeir nýttu sér til þess að skora stig, Stockton skoraðivsjálfur að meðaltali 15 stig í leik yfir ævi sína.
Hann varð mjög þekktur fyrir samstarf sitt við Karl Malone. Þeir tveir voru draumatvíeykið, og komu þeir Jazz í úrslitin öll árin sem þeir tveir spiluðu saman. Þeir unnu aldrei og margir telja að það hafi verið frekar ósanngjarnt miðað við hversu vel þeir spiluðu. Hann átti metin í stoðsendingum í 7 ár í röð milli áranna 87-88 og 95-96. Hann átti líka metin í stolnum boltum milli áranna 88-89 og 91-92. Það er engin vafi á því að þessi litli naggur hafi haft góð áhrif á lið sitt, sjaldan með neina stæla og hagaði sér eins og fullorðinn maður.
Fyrstu 13 árin hans missti hann bara af 4 leikjum og tileinkaði sér leikin, hann lagði sig alltaf 100% fram. 1996 var hannn valin í topp 50 af leikmönnum NBA frá upphafi, og hefur hann líklega endað hliðiná tvífara sínum Bob Cousy. Bob Cousy spilaðí á 6. áratugnum og var Stockton oft bendlaður við hann, þeir spiluðu sömu stöðu, báðir voru frábærir sendingarmenn og stálu boltanum oft og einnig voru þeir jafn háir og jafn þungir.
Stockton spilaði 19 ár hjá Utah Jazz og sammþykkti að hafa 5 milljónir í samning ef ég hef það rétt, hann lifði ekki “háum” lífsstíl, og það eina sérstaka sem hann keypti í herbergið sitt á nýliðaárinu sínu var sjónvarp svo hann gæti horft á úrslitin í fótboltanum. Eitt sinn þegar hann fór á útileik, þá stóð hann upp við vegg og var að skoða eitthvað og Karl Malone labbar framhjá. Ræstitæknir í húsinu kemur skömmu seinna að Stockton: Ertu brjálaður maður, veistu ekki hver þetta var? Þetta var Karl Malone.
Stockton var valin í landsliðið árin 1992 og 1996 og vann þar stóra sigra.
Mörg fögur orð hafa farið um kappan eins og:
“He's the smartest player I have ever play with.” Karl Malone.
“There's nobody who can distribute the ball plus lead his team ,like John Stockton.” Magic Johnson.
“I will come around off a pick and in the split-second I am open ,the ball will just be sitting there, waiting to be a shot.” Jeff Hornacek, liðsmaður.
Þegar Stockton hætti kom margt fólk saman til að kveðja hann, það var veisla og Stockton sat þar með tárin í augunum. Eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta, var hann spurður að því hvort hann myndi nokkuð spila aftur. Hann sagði: Kannski á morgun, fer ég útí bakgarðinn og skýt á körfuna, þetta er enn mjög skemmtilegur leikur.
(Þessi grein er endurgerð af grein sem ég gerði í fyrra minnir mig, hún er sett hér til að hvetja fólk til að skrifa á leikmannaprófílana!)
Snoother